Heim Ýmislegt Vodafone með 4G í Eyjafirði

Vodafone með 4G í Eyjafirði

eftir Jón Ólafsson

4G svæði Vodafone í Eyjafirði stækkaði verulega í síðustu viku með 4G-sambandi á Hrísey, Dalvík og í innanverðum Eyjafirði.

Akureyri var 4G vætt fyrr í sumar en dreyfing hjá Vodafone (og Nova) hefur verið bundin við miðbæinn og nánasta nágreni en sem komið er. Mér var bent á þennan pistli á blogginu hjá Vodafone og varð vitanlega að prófa 4G betur.

Samkvæmt Vodafone þá er 4G samband frá Dalvík og inn í botn Eyjafjarðar.

“….þéttbýlissvæði á borð við Dalvík, Hrísey, Litla-Árskógssand, Hrafnagil og Kristnes auk bæja og sumarbústaða í nágrenni þeirra nú orðin hluti af 4G-þjónustusvæði Vodafone…”

Hér má sjá yfirlitskort yfir allt landið og ef smellt er á 4G er hægt að sía það frá.

 

Fyrstu prófanir mínar lofa góðu en útbreyslan virðist passa ágætlega við kortið hér að ofan þó svo að niðurstöður hraðaprófana hafi valdið vonbrigðum miðað við það sem ég átti von á. Ég mun halda prófunum áfram næsta mánuðinn og reikna með að fá útskýringu á hraðanum eða segja ykkur hvað ég er að gera vittlaust í prófunum mínum.

Ég fékk 4G ferðabeinir en með honum þá get ég tengst með tölvu eða síma með WiFi og tengst þannig 4G netinu í gegnum beininn. Þetta er hlaðið með hleðslutæki sem fylgir með (micro-USB) og því mjög meðfærilegt ef maður vill það. Ég get því hlaðið routerinn í bílnum því hann er notar sama hleðslutæki og síminn minn og verið með 4G á rúntinum sem vakti nokkra lukku hjá táningnum mínum.

4gferdanetbeinir
Svona er meira að segja hægt að 4G tengjast með iPhone..  #sorry

 

Vodafone er með mjög gott “inngöngutilboð” þar sem viðskiptavinir fá fyrsta mánuðinn ókeypis sem hljómar alltaf vel. Einnig er vert að benda Akureyringum og nærsveitungum á að ef keyptur er 4G búnaður af Vodafone þá er hægt að skila honum og fá endurgreitt ef skilað er innan 30 daga.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira