Þá er komið að lokadegi á Build-ráðstefnu Microsoft og verður hér að néðan hægt að horfa á beina útsendingu frá Channel 9.
Útsending hefst klukkan 15:00 með upphitun og síðan verður skipt yfir á keynote sem er vonandi pakkað af spennandi hlutum.
Build ráðstefnan hófst formlega í dag með kynningu (KeyNote) en þar var rennt yfir nýjungar sem eru væntanlega frá Microsoft ásamt því áherslur fyrir komandi ár voru kynntar.
Það voru margir mjög spenntir fyrir þessu KeyNote (þar á meðal við) enda hefur mjög margt breytst hjá Microsoft á þessu ári síðan Steve Balmer og félagar stóðu á sviði í fyrra. Fyrir það fyrsta þá er kominn nýr stjóri sem heitir Satya Nadella en hann hefur komið með hressilegar áherslubreytingar. Satya hefur komið að mörgu innan Microsoft eins og t.d. Bing leitarvélinni, viðskiptahluta Office en síðast en ekki síst hefur hann leit skývæðingu fyrirtækisins en margir telja að Microsoft muni leita enn meira uppí skýið við þessa breytingu. Þetta er kannski enn betur gert skil í bréfi frá Satya til starfsmanna þar sem hugtakið “cloud-first” kemur fjórum sinnum fyrir.
Kynningin byrjaði með ávarpi Satya þar sem hann fór í gegnum sögu Build og hversu mikilvæg þessi ráðstefna er fyrir Microsoft. Þarna er tækifæri fyrirtækisins til að kynna allt þetta nýjasta, hvernig það mun virka og hvernig það var búið til. Microsoft var einmitt stofnað af tveimur forriturum (Paul og Bill) og því eru þessar Dev ráðstefnir kjarni fyrirtækisins.
Theme of the event is to Build Bridges to platforms, developers to everywhere.
Hér eru punktar sem komu fram sem vöktu áhuga okkar.
[liveblog]
Hér má horfa á keynote af Build ráðstefnu Microsoft sem hófst í gær.
Hér má sjá upplifun okkar af þessum degi en Stefán Jökull er fulltrúi Lappari.com á þessari ráðstefnu og gefur okkur upplýsingar um hvað sé að gerast hversu sínni á Twitter.
[iframe width=”100%” height=”650″ src=”http://video.ch9.ms/sessions/build/2015/KEY01.mp4″]
Hin árlega BUILD ráðstefna Microsoft hefst í dag í San Francisco og stendur hún út þessa viku. Build er aðalráðstefna Microsoft manna til að sjá hvað er framundan í tæknilausnum frá fyrirtækinu en þessi ráðstefna hefur svipað gildi og WWDC fyrir Apple og Google I/O fyrir Google..
Lappari.com er með fulltrúa á staðnum og mun hann reyna eins og tími gefst að gera ráðstefnunni skil á twitter.
Moscone Center er að verða tilbúið fyrir Build 2015. Skráum okkur á eftir og verðum til í tuskið í fyrramálið 😉 pic.twitter.com/ii1Gmz8pIZ
— Lappari (@LappariCom) April 28, 2015
Hér á Lappari.com mun verða hægt að fylgjast með beinu streymi frá Keynote – Day 1 sem hefst klukkan 15:30 en segja má að sé setningarræða ráðstefnunar.
Þangað til getið þið horft á Keynote síðan í fyrra
Microsoft hefur gefið út app fyrir þá sem eru að fara á Build ráðstefnuna sem verður í næstu viku en það kemur út fyrir Android, iOS og Windows. Forritið mun gera notendum kleift að sérsníða dagskrá fyrir sig, fá upplýsingar um viðburði, skilja eftir ummæli og skoða teikningar af fundarstöðum svo eitthvað sé nefnt.
My Schedule: Access and modify the list of sessions, speakers, and exhibitors that you have added as favorites in the app or on the conference website Schedule Builder
Schedule Builder: View and search the full conference session list. Select a session to favorite it, view details, submit session evaluations, and take notes.
Showcase: Find the Microsoft groups and partners you want to meet.
Conference Info: Find important event information and read about key event highlights to enhance your on-site experience.
Maps: Find your way around the venue.
Social & News: Follow and join the conversation through our social channels
Til þess að fá frekari upplýsingar um þennan viðburð þá er hægt að gera það á heimasíðu Build
Hér er hægt að sækja appið fyrir Windows, Android og iOS
Þeir notendur sem hafa sett upp hjá sér Windows 10 og hafa uppfært í nýjustu útgáfuna sem lekið var á netið fyrir skemmstu (10051) hafa séð að póst- og dagatalsforrit hafa fengið nokkuð magnaða yfirhalningu. Þetta þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart þar sem Microsoft hafa tekið útlitið í gegn á Windows 10 og breytist það mikið milli útgáfna sem Windows Insiders geta sótt sér.
Af þessum myndum er ekki að sjá að virkni hafi breyst mikið en útlit og uppsetning hefur breyst töluvert.
Þar sem Build er á næsta leiti þá má reikna með því að við sjáum ekki stórar breytingar á Windows 10 þangað til þar sem Microsoft vilja mjög líklega bíða með allar stórar breytingar til að kynna þær á Build.
Heimild og myndir: @rlinev
Hin árlega BUILD ráðstefna Microsoft mun fara fram hjá í SanFrancisco 26. til 28. júní 2013.
Build er aðalráðstefna Microsoft manna til að sjá hvað er framundan í tæknilausnum frá fyrirtækinu. Hefur svipað gildi og WWDC er fyrir Apple og Google I/O fyrir Google.
Skráning hófst í gærkvöldi en núna innan við sólarhring er uppselt á ráðstefnuna. Aðgangur er ekki ókeypis eða $2.095 en 500 fyrstu fengu miðan á “aðeins” $1.595. Mjög líklegt er að aðalþeman verður Windows 8 sem og viðbætur eins og Windows 8,1 (áður Blue) verði meginþemað.
Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro umfjöllun
Talað hefur verið um Surface síma og 7″ Surface spjaldtölvur en ekki er talið líklegt að Microsoft muni vera í einhverjum vélbúnaðarkynningum á þessari ráðstefnu. Það er samt ekki hægt að útiloka neitt enda tókst Microsoft mjög vel að fela Surface vélarnar sínar fyrir umheiminum áður en hún leit dagsins ljós í fyrra.