Fyrir ansi mörgum mánuðum síðan (sorry) fékk ég lánaðan netbúnað frá Ofar til að prófa. Þetta var Alta Labs netbúnaður sem ég var búinn að lesa ansi mikið um á netinu og virðist vera nokkuð spennandi valkostur fyrir heimili jafnt sem lítil fyrirtæki.
Búnaðurinn sem ég fékk var router, sviss og þráðlaus punktur.
Þegar þetta er birt (27.11.2025) þá eru þessar vörur á tilboði og kostar routerinn 30.900, svissinn 13.900 og AP6 9.990 krónur.
Ok, ef við skellum okkur beint í þetta þá var uppsetning á tækjum og netum í raun og veru mjög einföld.
Ég byrjaði á því að fara á “manage.alta.inc” stofnaði þar reikning sem var nokkuð einfalt ferli og í framhaldi gat ég búið til site og frumstillt netstillingar, wifi net og allt þetta helsta sem ég vildi setja upp.
Næst sótti ég app í símann sem heitir “Alta Networks” og loggaði mig þar inn með notendanum sem ég stofnaði. Það eina sem ég þurfti að gera eftir það var að gefa appinu leyfi til að nota Bluetooth í símanum, en það er gert svo að appið í símanum geti fundið Alta Labs tæki sem eru nálægt.
Router
Uppsetning á routernum með síma appinu var mjög einföld en það fann strax Route10 routerinn sem ég var að prófa og kom með melding um að það þurfi að uppfæra hann áður en hægt er að halda áfram. Það gekk smá illa að koma þessari uppfærslu inn en tókst um leið og ég las betur leiðbeiningar sem voru á skjánum í símanum. 🙂
Ferlið við uppfærsluna var að:
- Taka tækið úr sambandi við straum
- Halda inni reset takka á framhlið og stinga í samband við rafmagn aftur
- Sleppa reset takka þegar ljós koma á merki ofan á router
- Síðan eftir 2 mín fór uppsetning á tækinu í gang á símanum.

Helstu kostir Route 10 eru:
- 4x 10/100/1000/2500Mbps RJ45 – port 2 & 3 eru PoE+ (802.3at) og hafa sameiginlega 40W budget.
- 2x SFP+ port sem styðja 1/2.5/5/10 Gbps
- VLAN (802.1Q), Multi-WAN / WAN-failover, IPsec & hardware-accelerated VPN, NAT, Port forwarding, DNS repeater, QoS / traffic shaping, DPI, IDS/IPS, IPv6, mDNS / UPnP, RADIUS.
Eins og oft þegar ég set upp UniFi búnað, þá prófaði ég eins og áður segir að fara í gegnum uppsetningu í gegnum símaappið. Í stuttu máli var spurt um hvernig routerinn séu tengdur við internetið (DHCP, static o.s.frv.) og ég gat valið um að tengjast með SFP+ í WAN2 eða með RJ45 í LAN1 sem er skilgreint sem WAN1 sem ég gerði með 2,5GB uplink og síðan voru það hefðbundnar stillingar, VLAN tög o.s.frv.
Stuttu seinna var router kominn í Home Base sem er netstýringarlaun Alto Lobs og er eins og fyrr segir á manage.alta.inc. Þar inni gat ég keyrt inn aðra uppfærslu sem beið en eftir hana var allt klárt.
Ég tengdi strax tvö 1GB og eitt 2,5GB tæki í routerinn og setti í gang “álags” og hraðatest bæði út á net og innanhús en fyrstu prófanir voru… blendnar. Mögulega stillingaratriði hjá mér þar sem Alta Labs segja hann eigi að ráða við 10Gbps throughput með IDS/IPS virkt (25GB backbone) sem er eiginlega hálf ótrúlegt fyrir svona ódýrt tæki.
Ég uplinkaði routerinn seinna með 10G beint úr SFP+ aggregation sviss sem ég er með en hann er tengdur við annan router, sem er síðan tengdur við internetið á 10gígum. Ég setti upp fullt af test VLAN til að aðskilja tæki og prófa fram og til baka hvernig lokanir á milli neta virka í þessum tækjum og á endanum varð ég ansi sáttur. Router er með allt það helsta sem ég reiknaði með og hraðinn var að lokum nokkuð stapíll.
Þegar helstu prófunum á router var lokið bætti ég við sviss og þráðlausum punkti. Það ferli var mun einfaldara.
Sviss
Það var straumur á svissinum þegar ég tengdi hann við router og ca 20-30 sekúndum eftir að ég tengdi hann, þá birtist hann í Home Base og þar gat ég bætt honum við netið heima hjá mér. Eftir uppfærslu á hugbúnaði var hann síðan tilbúinn til notkunar, frekar fljótlegt og einfalt ferli.

Helstu kostir
- 8x 10/100/1000Mbps RJ45
- Port 1 til 4 eru PoE+ (802.3at) og hafa sameiginlega 60W budget.
Svo sem ekkert meira að segja um hann, fékk fullt gíg á öllum portum, gat stillt VLAN per port og annað sem maður getur reiknað með í þokkalegum managed sviss.
Þráðlaus punktur
Næst tengdi ég þráðlausa punktinn við svissinn en það tók um 40 sekúndur fyrir hann að birtast í Home Base sem verður að teljast ágætt (Boot & discovery). Síðan eftir að ég smellti á setup, tók aðrar 90 sekúndur að uppfæra og gera hann kláran í notkum með SSID stillingum sem verður að teljast mjög gott.
Helstu kostir AP6
- WiFi staðlar: 802.11a/b/g/n/ac/ax (WiFi4 – WiFi5 – WiFi6)
- Rásir: 2.4 GHz: 2×2 MU-OFDMA – 5 GHz: 2×2 MU-MIMO + MU-OFDMA
- Hámarkhraði (fræðilegur): 2.4 GHz: allt að ~573 Mbps – 5 GHz: allt að ~2.4 Gbps
- Nettengi: 1 × GbE RJ-45 port
- PoE: 802.3at PoE+ – max straumnotkun ~20 W
Fyrstu hraðatest á WiFi voru vonbrigði en ég náði ekki yfir 200Mbps (fast.com og Speedtest.net) á WiFi 7 fartölvu en Samsung Galaxy S25 Ultra skilaði sömu niðurstöðu eða um að meðaltali 170 Mbps niður og 165 Mbps upp.

Það virtist mér sem tækin sem ég hafði til prófanir hafi tengst á 2.4GHz og náðu ekki að tala sig inn á 5GHz þrátt fyrir að portal sagði tækin vera að tala á 5GHz.
Það var ekki fyrr en ég fór í stillingar á þráðlausa punktinum og breytti víddinn á 5GHz bandinu úr auto í 160 MHz (max) sem hraðinn lagaðist á fartölvunni en ég náði um 300 Mbps upp og niður á henni en áfram hékk síminn í sömu tölum og áður.
Ég fann því wifi rásaskanna sem er að finna í stillingum á þráðlausa punktinum. Þar gat ég séð þráðlaus net í kringum mig og næst þar handvalið rásir sem voru ekki í notkun í kringum mig. Eftir það + endurræsingu á þráðlausa punktinum náði ég 828/943 Mbps á fartölvunni og 884/942 Mbps á símanum. Það eru því mesti hraði sem hægt er að ná á þessum búnaði þar sem hann er bara með 1GB uplink en á móti kemur að punkturinn virtist draga endalaust langt og hann á að styðja allt að 300 notendur svo öflugur er hann. Ég skil samt ekki afhverju ég þurfti að handstilla rásir með minni truflunum þar sem auto stillingar ætti að geta fundið útúr þessu og lagað.
Eitt til viðbótar varðandi hraðan,
Það voru vonbrigði eins og fyrr segir að þessi hámarkshraði hafi ekki náðst með sjálfgefnum (auto) stillingum því tæki eiga að “tala saman” og velja mesta hraða sem tæki styðja, að því gefnu að wifi merki sé gott og ekki mikið um truflanir. Til viðbótar ef ég aftengdist (fór út og kom aftur í wifi t.d.) þá var hraðinn breytilegur í símanum… oftast var niðurhalshraði fastur undir 200 Mbps og upphalshraði í kringum 900 Mbps.
Samkvæmt Home Base var samt símann alltaf að tala við punktinn a 5GHz en samt var hraðinn svona misjafn.
WiFi hraðatest út á internet eru bara einn lítill partur af uppbyggingu á góðum þráðlausum netkerfum, upplifun notenda er það sem skiptir máli nr: 1, 2 & 3
Fyrir venjulega notendur treysti ég mér því að til að segja, þetta er frábær þráðlaus punktur. Hann styður alla þá helstu kosti sem flestir vilja, tenging mjög stapíl og þrátt fyrir að hraðinn sé misgóður þá er hann alltaf nægur í flest allt sem flestir þurfa.
Niðurstaða
Það er svo sem ekki mikið að setja um svissinn, virðist vera solid 8 porta sviss sem styður VLAN, QoS o.s.frv. og er með 4 PoE+ port. Þetta er ekta sviss fyrir þá sem þurfa 1Gb net í nokkra tengla ásamt því að fá PoE+ straum í 3-4 tæki eða svo, enda ættu þessi 60W að duga fyrir það.

Þráðlausi punkturinn virðist hafa endalausa drægni, helling af krúsidúllum inni í stillingum sem hægt var að leika sér í til að auka hraða og/eða drægni en lélegur hraði á auto stillingum og misjafn hraði í prófunum ollu mér smá hugarangri. Þótt ég hafi verið með þennan búnað hjá mér í ca 6 mánuði þá tóku prófanir bara nokkrar vikur……..
Bara ef ég hefði bara haft meiri tíma í þessar prófanir…… djók
Routerinn er það sem heillaði mig mest, uppsetning var einföld, kostir margir og hraðinn virðist nokkuð ótrúlegur miðað við verð og stærð. Hann er með fjórum 2,5GB portum og tveimur 10GB SFP+ portum ásamt því að hafa PoE+ á tveimur portum. Ég sé hann vel mæta þörfum heimila og jafnvel smærri fyrirtækja. Það væri til dæmis hægt að taka 10GB internet inn á SFP+ portið og uplinka síðan 10GB áfram inn á stærri sviss.
Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að 4x RJ45 porta duga yfirleitt ekki svo þá þarftu switch aukalega. Þrátt fyrir að PoE í router sé kostur þá er budget bara 40W sem takmarkar notagildið nokkuð, þeas ef þú ert með fleiri PoE tæki en tvö