Heim ÝmislegtUniFi UniFi Dream Machine Pro

UniFi Dream Machine Pro

eftir Jón Ólafsson

Ubiquiti settu á markað fyrir stuttu, nýja vöru sem heitir Dream Machine Pro (UDM-Pro) og ég held að það sé nokkuð langt síðan ég var svona spenntur fyrir nýjum router. Ástæðan er öflugur búnaður með fullt af fídusum sem annað hvort leysa af hólmi annan búnað heima hjá mér eða bæta við skemmtilegum kostum.

Fyrir það fyrsta þá er ég með UniFi USG router sem ég er reyndar mjög ánægður með, hann hefur virkar fumlaust frá fyrsta degi. Hann er með 1 Gbps uplink sem tengist við ljósbreytuna frá Tengir, en þessi USG router er “bara” með 930Mbps throughput sem minnkar síðan niður í 85 Mbps ef ég virkja IPS/IDS (Intrusion Prevention System).

Dream Machine Pro er töluvert öflugri en hann á að ráða við allt að 3.5 Gbps throughput með IPS/IDS í gangi og allt að 8 Gbps ef slökkt er á IPS/IDS.

Hér má sjá samanburð á USG, USG Pro og Dream Machine Pro

Dream Machine Pro er með tveimur WAN portum og með WAN failover ef annað sambandið fer niður. Annað portið er 1 Gbps RJ45 (hefðbundið nettengi) sem tengist við ljósbreytuna þína og hitt er SFP+ port sem styður allt að 10 Gbps hraða. Vitanlega er ekki boðið uppá 10 Gbps hraða til heimila í dag en ég er þó allavega tilbúinn þegar að því kemur.

Eins og allir routerar þá er Dream Machine Pro CAT tengla fyrir venjulegar netsnúrur til að tengja í t.d. tölvur eða þráðlausa punkta. Dream Machine Pro er með átta 1 Gbps RJ45 port (ekki PoE því miður) og kemur því mögulega í staðinn fyrir auka switch hjá mörgum.

Dream Machine Pro er annað SFP+ port fyrir LAN endann en með því er hægt að tengja routerinn við t.d. UniFi Pro switch sem er með SFP+ porti fyrir uplink, þannig er hægt að vera með allt að 10Gbps link milli router og switch….. sem er úber svallt.

Dream Machine Pro er með innbyggðum UniFi controller sem margir þekkja núorðið og kemur því í staðinn fyrir UniFI Cloud Key sem margir nota til að setja upp og stilla netið hjá sér. Það má skoða hvernig hann virkar hjá mér, bæði hér og hér jafnvel hér.

Það er líka hægt að setja 3.5″ eða 2.5″ harðdisk í Dream Machine Pro því þessi router er einnig með UniFi Protect myndavélakerfi innbyggt.

Þeir sem þekkja ekki Protect geta skoðað þessa færslu hér, en til að nýta mér Protect kerfið þá fékk ég mér Cloud Key+ Gen2 en hann er orðinn óþarfur með Dream Machine Pro.
Í stuttu máli þá er hægt tengja allt að 20 UniFi myndavélar við Dream Machine Pro. Stýra þeim öllum og láta þær taka upp beint inn á harðdiskinn í routernum.

Fyrir utan Network og Protect Controller þá eru líka tveir aðrir nýjir fídusar sem þarf að skoða betur þegar sá búnaður kemur í almenna sölu. Það eru Access og Talk Controller en annar stýrir aðgangskerfi og hinn IP símtækjum.

Fyrir hvern er UniFi Dream Machine Pro?

Með öllum þessum innbyggðu kostum er kannski ekki rétt að kalla þetta router… þetta gæti t.d. verið miðja í fyrirtæki (og hjá tæknisjúkum nördum) sem veitir starfsmönnum internet aðgang, stýrir eftirlitsmyndavélum og upptökum úr þeim, veitir og hafnar aðgangi að rýmum með aðgangskerfi og er einnig IP símkerfi fyrir þá sem þurfa.

Þó svo að þetta sé græja sem ég einfaldlega verð að prófa þá er ekki svo einfalt að eignast UniFI Dream Machine Pro í dag. Bæði er þetta mjög nýleg vara og er því nær eingöngu seld í Bandaríkjunum eins og venja er þegar ný UniFi vara kemur á markað, en þegar hann berst til evrópu í einhverju magni þá selst hann alltaf strax uppí biðlista en góðir hlutir gerist víst hægt….

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Kjartan Bjornsson 26/06/2020 - 09:50

Til í yfir 60 eintökum hjá Eurodk.com

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira