Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Nest Protect eru snjallir reykskynjarar

Nest Protect eru snjallir reykskynjarar

eftir Jón Ólafsson

Reykskynjarar eru mikilvægt öryggistæki og heima hjá mér barst talið fyrir skemmstu að þeim og í hvernig ástandi þeir væru.  Ég hef alltaf prófað þá tvisvar á ári og þegar ýtt er á prufutakkann á gömlu þá kom sannarlega hljóð sem gefur til kynna að viðvörðunarhljóðið allavega virki. Eru þeir mögulega fullir af ryki eða drullu sem getur hindrað/minnkað virknina?  Einn var líka með rauðu gaumljósi og velti ég því stundum fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt….

Allavega, staðreyndin var sú að gömlu reykskynjararnir mínir voru orðnir gulir af elli og ég vissi hreinlega ekki hvort þeir virkuðu vel.

Mig vantaði líka fleiri, helst betri, en ég fann ekkert spennandi í verslunum hér í höfuðstað norðurlands. Mér var bent á að skoða snjalla reykskynjara sem geta til dæmis sagt mér eitthvað af viti um ástand þeirra. Ég fór því á stúfana og fljótlega fann ég og horfði á skemmtilegt myndband frá Nest sem ég tengdi vel við. Það fékk mig til að hugsa um þessi mál frá nýjum vinkli.

 

Nest Protect kynningamyndband:

 

Þetta myndband seldi mér þessa snjallskynjara hugmynd og eftir töluverða yfirferð og samanburð við aðra framleiðendur þá ákvað ég að láta slag standa og valdi Nest.

Helstu kostir sem ég sá í fljótu bragi

  • Samvirkni milli reykskynjara, ef skynjari í bílskúr skynjar reyk þá láta allir reykskynjarar vita af því.
  • Þegar slökkt er á ljósi þar sem skynjari er, þá kemur grænt ljós á hann í eina sekúndu. Það segir að reykskjarinn sé í lagi og að rafhlöður hafi hleðslu.
  • Þegar slökkt er í rými og reykskynjari skynjar einhvern á ferðinni þá kviknar dauft næturljós.
  • Hægt að prófa reykskynjara handvirkt eða sjálfvirkt (t.d. á 2 mánaða fresti) úr sófanum, starta bara appinu og prófa 🙂

 

Það var frekar einfalt að setja þá upp, eina sem þarf er að sækja app (Android / iOS / Windows Phone *djók) og fylgja leiðbeiningum í appinu. Þegar uppsetning á fyrsta reykskynjaranum er lokið þá er mjög einfalt og fljótlegt að bæta öðrum við.

 

Þegar búið er að bæta öllum skynjurum við kerfið þá er bara að festa þá upp eins og um venjulega reykskynjara sé að ræða.

 

Nest skynjarinn er aðeins minni en þessir gömlu sem gladdi konuna mikið, það var óvæntur bónus og ekki sjálfgefið þegar ég kaupi mér ný tæki…. en það er önnur saga.

Hér má sjá gamla og Nest saman

 

Það er hægt að velja um tvær týpur, rafhlöðu og síðan týpu sem er tengd beint í rafmagn. Ég fékk mér rafhlöðu týpuna en rafhlaðan á að duga í 10 ár. Þessir litlu hlutir eins og grænt gaumljós sem segir að allt sé í gír sem sést þegar gengið er til svefns veita aukna öryggistilfinningu. Einnig er nokkuð magnað að hafa þetta næturljós, auka krúsidúlla sem ég fíla.

Það er svo sem ekki mikið annað spennandi hægt að segja um reykskynjara annað en að þetta er vara sem ég mæli með.

 

Hér eru nokkur skjáskot úr appinu.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

3 athugasemdir

Steini 14/10/2017 - 18:38

Eru einhverjir að selja þetta sér eða pantaðir þú þetta frá útlandinu?

Reply
Jón Ólafsson 16/10/2017 - 07:28


Ég veit að t.d. Nova eru að selja Nest reykskynjara en ég keypti þessar af Amazon UK.

Reply
Jón Axel Egilsson 25/09/2018 - 23:57

Eg er með svona kringlóttan reykskynjara eins og sá vinstra megin á neðstu myndinni. Hanner eflaust rúmlega 30 ára gamall og er farinn að pípa í tíma og ótíma þrátt fyrir að vera með nýja Rafhlöðu – Hvar fæ ég svona tæki?
…Þá et ég notað skrúfurnar sem eru í loftinu.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira