Heim Microsoft Microsoft kynnir Surface Pro

Microsoft kynnir Surface Pro

eftir Jón Ólafsson

Á kynningu sem fram fór í morgun, kynnti Microsoft til leiks nýja vél sem heitir Surface Pro. Það vekur strax athygli mína að þeir virðast vera hættir með módelnúmer á eftir nafninu eins og var með eldri vélar eins og Surface Pro 3 (2014) og Surface Pro 4 sem kom í sölu 2015. Þetta er því Surface Pro 5 en nú markaðssett sem Surface Pro, breyting sem kemur okkur hér á Lappara svo sem ekki mikið á óvart því tæknirisinn hefur gefið þetta í skyn á undanförnum kynningum.

Surface Pro er rökrétt uppfærsla á Surface Pro 4, hægt verður að fá nýjasta i7 Kaby Lake örgjörvann frá Intel og vitanlega hraðara vinnsluminni og harðdisk. Það vakti athygli mína að örgjörvinn í m3 og i5 útgáfunni er viftulaus og vélin ætti því að vera með öllu hljóðlaus eða sem næst því. Talandi um viftulausan örgjörva, Surface Pro 4 var alls ekki vandræðalaus í byrjun með hita og rafhlöðuvandamál og útskýrir það mögulega afhverju það hefur liðið svona langur tími á milli Surface Pro 4 og Surface Pro. Microsoft hafa gefið það út að þeir vilji og ætli að forðast annað #surfacegate með öllum ráðum.

Vélin er með mun betri rafhlöðuendingu en eldri vélar eða allt að 13.5 klst samanborð við um 9 klst á Surface Pro 4. Microsoft hafa einnig endurhannað lamirnar í bakstandinum en núna verður hægt að leggja vélina enn meira niður en áður var hægt sem er þægilegt ef staðið er við vélina.

Áætlað er að sala hefjist 15 Júlí eins og á Surface Laptop vélinni og verður ódýrasta vélin á $799, núna verður loksins hægt að kaupa vél með innbyggðum 4G möguleika sem var löngu orðið tímabært. Surface Pro kemur einnig til með að styðja Surface Dial sem er spennandi valkostur fyrir hönnuði.

Skjárinn í nýju vélinni er mjög svipaður og var á Surface Pro 4 sem er mjög gott en skjákort hafa verið uppfærð, eða Intel HD Graphics 615 (m3), 620 (i5) og Iris Plus 640 (i7).

 

Hér má að lokum sjá kynningarmyndband á Surface Pro frá Microsoft

 

Myndir af: petri.com

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira