Eins og við höfum áður sagt frá þá voru Microsoft að kynna nýjar vélar í Surface línunni sinni, þeir kynntu til dæmis útgáfu 2 af Surface Book vélinni sinni sem kom fyrst út á sama tíma í fyrra.
Surface Book i7 er nokkuð merkileg vél en þetta er fartölvu sem hægt er að taka skjáinn af og nota hana eins og spjaldtölvu. Þeir voru svo sem ekki fyrstir á markað með þannig vöru en ég hafði áður prófað og notað Lenovo ThinkPad Helix vél sem býr yfir svipuðum kostum.
Ég hef ekki enn fengið eintak af Surface Book til að prófa en langar mikið því þetta gæti verið spennandi kostur, bæði eru þessar mjög vel búnar vélbúnaðarlega ásamt því að hönnunin heillar mig. Venjuleg fartölva þar sem hægt er að leggja skjáinn alveg aftur (sambærilegt við Yoga) sem eykur notagildið mikið ásamt því að getað notað hana sem venjulega spjaldtölvu sem er gott í bíómyndagláp á annarlegum stöðum.
Hér er kynningarmyndband frá Microsoft.
Samkvæmt Microsoft þá hafa þeir tvöfaldað grafískafköst vélarinnar ásamt því að notendur nái nú 30% lengri rafhlöðuendingu sem er nokkuð magnað í alla staði en Surface Book kemur í þremur útgáfum til að byrja með.
- Intel Core i7 / 8GB RAM / nVideo dGPU / 256GB | kostar $2,399
- Intel Core i7 / 16GB RAM / nVideo dGPU / 512GB | kostar $2,799
- Intel Core i7 / 16GB RAM / nVideo dGPU / 1TB | kostar $3,299
Sjá einnig: Surface Studio
Vélarnar erum með nýjast Intel i7 örgjövanum og 2 GB nVidia GTX 965M skjástýringu, þetta er flott uppfærsla frá því í fyrra enda nauðsynlegt fyrir notendur að fá ákveðnar uppfærslur á hverju ári (ég er að benda á þig Apple)
Talandi um Apple þá er greinilegt að Microsoft stilla Surface Book upp beint í samkeppni við Macbook Pro vélarnar, það augljóslega að þeir eru með sér vefsíðu á microsoft.com þar sem þessi samanburður er tekinn.
Helstu stærðir
- Breidd: 312.3 mm
- Hæð: 232.1 mm
- Þykkt: 14.9 til 22.8 mm (þynnst fremst en þykkust við lamir)
- Þyngd: 1.647
Helstu kostir sem ber að nefna eru:
- Skjár: 13.5″ PixelSense snertiskjá, með 3:2 aspect ratio og með 3000×2000 upplausn (267 PPI)
- Örgjörvi: Intel Core i5 eða i7 örgjörvi (6th-gen Skylake)
- Vinnsluminni: 8GB – 16GB RAM
- Geymslupláss: 256GB – 512GB – 1 TB SSD diskar
- Skjákort: nVidia GeForce GTX 965M með 2GB minni
- Rafhlöðuending: Allt að 16 klst
- Myndavélar:
- Aftan: 8MP HD vél sem styður 1080p upptöku
- Framan: 5MP HD vél sem styður 1080p upptöku
- Styður Windows Hello
- 3.5 mm hljóðtengi
- Rauf fyrir SD kort
- Mini DisplayPort tengi
- Wi-Fi sem styður ac/a/b/g/n
- Bluetooth 4.0 LE
- 2 x USB 3.0 portum
- Stereo hátalarar með Dolby Audio Premium
- 2 x hljóðnemar
- Surface Pen fylgir með og vélin styður Surface Dial
Frekari upplýsingar á heimasíðu Microsoft en þar má kaupa minni vélarnar (GEN1) og forpanta nýju i7 vélina.
*** Tækniupplýsingar og úrval uppfært eftir ábendingu lesenda.