Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Tölfræði úr UniFi kerfinu

Tölfræði úr UniFi kerfinu

eftir Jón Ólafsson

Fyrir skemmstu fór ég í gegnum uppsetningu og helstu stillingar á UniFi kerfi frá Ubiquiti og því ekki úr vegi að skoða tölfræðina úr kerfinu núna níu dögum seinna. Eins og segir í fyrri færslu þá er þetta kannski ekki hefðbundin uppsetning fyrir heimili en frábær leið til að útrýma vandamálum sem geta verið með þráðlaus net í heimahúsum eða á vinnustað.

Byrjum á að skoða yfirlitsmynd sem sést þegar ég innskrái mig í kerfið.

unifi_1


Þessi mynd segir meira en flest orð mundi ég segja. Flott mynd sem gefur yfirlit yfir hvað er í gangi núna og vísbendingu um hvernig staðan hefur verið síðustu 24 klukkustundir.

  • Það er nokkuð hátt latency (svartími) eða 60 ms á Ljósnet tengingunni minni en innbyggt próf hefur samband við netþjóna í Bandaríkjunum, það er ekki svona hátt latency innanlands. Smá galli að geta ekki valið við hvaða þjón þessi mæling miðast við en ég mundi vilja hafa hana innanlands en með smá leit sá ég reyndar að þessi kostur er væntanlegur í næstu hugbúnaðaruppfærslu.
  • Fyrsta græna tækið (frá vinstri) er WAN eða internethlutinn, hann verður virkur þegar það er UniFI Security Gatway (USG) í kerfinu. USG er nauðsynlegt til að virkja og greina umferð út og netið og til að greina hvaða pakkar eru að fara/koma og hvert/hvaðan.
  • Næst er það LAN en þessi hlutur verður virkur þegar það er UniFI Switch í kerfinu. Hann er nauðsynlegur til að greina umferð sem fer um staðarnetið og út á internetið frá vélum sem eru tengdar með netsnúrum.
  • Næst er það WLAN eða þráðlausa netið, þarna sést staðan á þráðlausu punktunum en eins og sést þá eru tveir tengdir. Þetta verður virkt þó svo að það sé ekkert nema þráðlausir punktar í kerfinu, sem er algengasta uppsetningin.
  • Súluritið útskýrir sig líklega sjálft en þetta er yfirlitsmynd síðustu 24 klukkustunda þar sem hægt er að sjá upp- og niðurhalshraða ásamt svartíma.
  • Hægra megin við það má sjá tæki sem eru tengd við 2G og 5G netið og á hvaða tíðni viðkomandi tæki eru á.
  • Devices: Hversu mörg og hvaða UniFi tæki eru tend við netið mitt núna.
  • Client: Hversu margir notendur eru að nota kerfið þegar mynd er tekin og hvernig tæki eru þetta.
  • DPI: Þarna sést að notendur hafa flutt (upp og niður) 142 GB á þessum níu dögum sem kerfið hefur verið tengt.

Ef smellt er á tölfræði (Statistics) flipa þá má sjá þessa yfirlitsmynd.

unifi_2

Ef kafað er niður í Traffic Stats þá má sjá upplýsingar frá DPI eða Deep Package Inspection (er enn í Beta) en það verður virkt þegar USG er tengt við kerfið en eins og nafnið gefur til kynna þá skoðar USG pakka sem fara inn og út úr kerfinu og gera aðgengilega tölfræði um þá í kerfinu.

unifi_3

Eins og sést þá er heldar gagnamagn 142 GB fyrir þetta tímabil og ef eitthvað stingur í augun þá er hægt að smella á viðkomandi lið og sjá frekari upplýsingar og hvaða notandi er að valda umferðinni. Það er galli að bara er hægt að sjá tengda notendur þar inni en það stendur til bóta í næstu uppfærslu, gögnin vistast en viðmótið sýnir þau ekki þegar kafað er niður í viðkomandi lið nema að tækið sé tengd við netið þegar það er gert.

Held að það sé ekki þörf á því að kafa mikið dýpra í þessa tölfræði en það er nokkuð augljóst virði í þessum gögnum, hvort sem þetta kerfi er á heimaneti eða á vinnustað.

Dreifing á þráðlausu merki

Með þessum tveimur UniFi AC PRO punktum þá eru allir notendur á heimilinu með fullt þráðlaust merki hvar sem er í húsinu, sem var alls ekki áður. Það er skemmtileg viðbót í viðmótinu sem kallast einfaldlega Map eða kort. Þar er hægt að sækja yfirlits mynd af Google Maps eða hlaða inn teikningu af viðkomandi húsi eins sjá má hér.

unifi_4

Ég svo sem treysti þessari mynd ekkert 100% enda hús mismunandi járnabundin, staðsetning burðaveggir o.s.frv. en þetta gefur hugmynd um mögulega dreifingu á þráðlausu merki um viðkomandi hús.

Snjalltækja appið frá Ubiquiti

Vitanlega er fyrirtækið með app í snjalltæki (síma og spjaldtölvur) en þeir eru með forrit fyrir iOS og Android en ekki fyrir Windows símtæki mér vitanlega. Ég nota appið mikið og er frábært að geta með einum smellu verið kominn inn í kerfið og geta þar framkvæmt margt af því sem hægt er að gera í viðmótinu.

Hér má sjá yfirlit yfir einn UniFi notenda sem ég er með, þar inni eru fjögur kerfi sem ég get tengst með einum smelli og skoðað eða breytt að vild.

unifi_5
unifi_6
unifi_7
unifi_8
unifi_9
unifi_10

Þeir sem eru með Windows símtæki geta vitanlega gert flest af þessu í vafra en þægindin að hafa appið eru samt nokkuð augljós.

Ég læt yfirleitt UniFi kerfin sem ég sinni senda mér tilkynningar í tölvupósti en þannig get ég fengið að vita af ef til dæmis kerfið missir netsamband eða ef einhver tekur þráðlausan punkt úr sambandi. Þá get ég opnað appið, staðfest það og hringt á viðkomandi stað og leitað skýringa en viðbrögðin er yfirleitt nokkuð merkilega…..  “bíddu, hvernig vissir þú að ég var fikta?” er algengt svar  🙂

Að lokum

Það er mjög margt í UniFi kerfinu sem ég hef ekki snert á eða fjallað um hér en sem dæmi má nefna Airtime Fairness, VPN, site 2 site og VLAN uppsetningar svo eitthvað sé nefnt. Ef þú hefur áhuga þá er hellingur af lesefni á heimasíðu Ubiquiti ásamt því að notendaspjallið þeirra er mjög virkt og ætti að geta svarað öllum spurningum.

Þú getur líka spurt hér að néðan ef eitthvað er, ég skal reyna að svara eftir bestu getu.  🙂

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira