Heim Microsoft Asus ROG GR6 – Fyrstu viðbrögð

Asus ROG GR6 – Fyrstu viðbrögð

Við hérna hjá Lappara fengum í hendurnar eitt stykki Asus ROG GR6, frá Tölvulistanum, til að prófa. Öllu jafnan tökum við þetta hérna hjá Lappara í eina stóra og góða umfjöllun en við vildum endilega koma með fyrstu viðbrögð okkar við þessari græju, en í mjög stuttu máli þá er þetta er mjög skemmtilegt tæki.

 

Hönnun og útlit

Þegar við opnuðum kassann kom það okkur skemmtilega á óvart hversu nett þessi vél er. Það er mjög skemmtileg hönnun á henni, hún er ótrúlega þunn, létt og meðfærileg en hér má sjá afpökkunarmyndband okkar.

 

 

Hérna eru helstu stærðir:

  • Hæð : 23.6 cm
  • Breidd : 24.4 cm
  • Þykkt : 5.8 cm

 

Litavalið á vélinni er samkvæmt Asus staðlinum, eða þessi standard svarti og rauði, og fellur vélin vel í ROG (Replubic of Gaming) seríuna. Líkt og leikjavélar á borð við Playstation og XBox þá er ekki innbyggður aflgjafi heldur er bara straumbreytir sem fylgir vélinni. Framan á vélinni eru tveir takkar, power takki til að ræsa vélina og svo er Steam takki sem hægt er að nota til að ræsa vélina þannig að Steam Big Picture Mode ræsist um leið og notandi loggar sig inn.

 

asus

 

Vélin er vel sett af tengivalmöguleikum. Tveir skjáútgangar eru við vélina, einn HDMI og einn Display port. Það er nóg af hljóðtengjum á vélinni líka, að framan er eitt fyrir heyrnatól og eitt fyrir hljóðnema, að aftan er svo eitt optical, eitt fyrir hljóðnema, eitt output og eitt line in. Að lokum má nefna að það eru ein 6 USB tengi sem þýðir að auðvelt er að tengja mörg jaðartæki.

 

Vélbúnaður

Þessi leikjavél er nokkuð vel sett vélbúnaðarlega. Allt í vélinni er hannað með það í huga að hún sé hljóðlát, öflug og smá í sniðum. Hægt er að stækka geymslurými og vinnsluminni á auðveldan hátt með því að bæta við disk og minniskubb með því að taka hlið vélarinnar af.

Hérna er fullur listi vélbúnaðar.

  • Örgjörvi : Intel Core i5-5200U – Quad core með 6MB flýtiminni
  • Minni : 4GB (1x4GB) DDR3L 1600MHz 204pin – stækkanlegt í 16GB
  • Harðdiskur – 128GB SSD ofurhraður Solid State diskur
  • Skjákort – 2GB GDDR5 nVidia GeForce GTX 960M skjákort
  • Netkort – Gigabit 10/100/1000 netkort
  • Þráðlaust – þráðlaust netkort 802.11ac

Í næstu viku birtum við svo ítarlega umfjöllun sem snýr að leikjaspilun í vélinni og svona alvöru upplifun.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira