Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Fractal Design – Core 3300

Fractal Design – Core 3300

eftir Jón Ólafsson

Ég hef alltaf vilja vera með öfluga heimilistölvu. Kannski er rangt að kalla þetta heimilistölvu þar sem þetta hefur alltaf verið leikjavél, leikjavélin mín 🙂

Tölvan sem ég nota í dag er komin til ára sinna og því vel orðið tímabært að uppfæra kvikindið, hef ég því verið á stúfunum eftir íhlutum með það að leiðarljósi að smíða mér öfluga og góða leikjavél. Eins og gengur og gerist þegar nerðir fara á stúfana þá hef ég nú horft á marga klukkutíma af Youtube myndböndum um nýlegan vélbúnað og lesið endalaust af pistlum frá mönnum mér fróðari í leit að draumavélinni minni.

Ég hef í nokkurn tíma haft augastað á kössum frá framleiðanda sem heitir Fractal Design en Tölvutek selur kassa frá þeim sem hefur heillað mig lengi. Ég var reyndar svo heppinn að Fractal höfðu samband við mig í fyrra og buðu mér kassa og aflgjafa til prófunar hér á Lappari.com. Þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég hef fengið til eigna þá hluti sem fjallað er um hér á Lappari.com en ekki dettur mér til hugar að pússla saman leikjavél til þess eins að taka allt í sundur aftur og senda erlendis. Það var því ljúft að þiggja aflgjafa og kassa beint frá framleiðandanum enda hefði ég líklega endað á Fractal kassanum í Tölvutek hvort eð er. Þetta er þvi fyrsta færslan á þessari vefsíðu sem styrkt er af einhverju fyrirtæki. #sponsored

 

Ég ætla að taka kassann fyrir í þessari færslu en tölvukassinn sjálfur er gríðarlega mikilvægur hlutur í þessu ferli sem huga þarf vel að. Kassinn þarf að bera af öðrum ef, eða þegar, farið er með hann í sumarbústaðaLANið með strákunum. Kassinn þarf að rúma íhlutina, sem ég vel mér, vel ásamt því sem ég mun mögulega bæta einhverju í náinni framtíð.

 

Þá sé ég meðvitaður um að unboxing á tölvukassa sé nú ekki það heitasta í dag þá má ekki gleyma henni.

 

 

Kassinn sem ég valdi mér er alls ekki sá stærsti eða sá dýrasti sem Fractal selur heldur er þetta hefðbundinn turnkassi (mid-tower), en hann er óvenju breiður og uppfyllir skilyrði mín hér að ofan með sóma. Kassi heitir Fractal Core 3300 og má lesa meira um hann hér.

 

fractal_c1

 

Helstu stærðir í mm

 • 517 dýpt
 • 233 breidd
 • 451 hæð

 

Kæling (7 viftustæði)

 • Í framhlið er hægt að koma fyrir 2x120mm viftur eða 2x140mm (fylgir ein 140mm með)
 • Í toppinn er hægt að koma fyrir 2x120mm viftur eða 2x140mm
 • Í afturenda er hægt að koma fyrir 2x120mm viftur eða 2x140mm (fylgir ein 140mm með)
 • Í botn er hægt að koma fyrir 2x120mm viftur eða 2x140mm
 • Í aðra hliðina er hægt að setja eina 120mm eða 140mm viftu

 

fractal

Harðdiskar

 • Það er hægt að setja tvo diska á bakhlið móðurborðs, á milli móðurborðs á hliðar, ef það þarf ekki meira en tvo SSD. Ég mun líklega setja bara tvo þar. Þá er hægt að taka harðdiskarekkann úr kassanum og við það eykst pláss fyrir skjákort og kapla til muna ásamt því að loftflæði batnar mikið.
 • Ef harðdiskarekki er notaður þá er hægt að setja á hann þrjá 3.5″ diska (hefðbundnir) ásamt þremur 2.5″ diskum.

 

fractal_c4

 

Annað

 • Kassinn tekur ATX, EATX (295mm breið), mATX eða ITX móðurborð
 • Örgjörva kæling getur verið allt að 185mm að hæð
 • Skjákort geta verið 255mm löng ef diskastandur er í kassanum, annars 430mm
 • Það er 22mm bil milli hliðar sem móðurborð fer á og útí hliðina, því ætti að vera létt að koma köplum vel fyrir þar.
 • Það er hægt að setja 240mm langan radiator efst í kassann fyrir litla vatnskælingu eða 240/280mm fremst
 • Rykfilterar við loftinntök sem lámarka ryksöfnun.

 

fractal_c3

 

Það er endalaust mikið úrval af flottum tölvukössum en Fractal Core 3300 hentar æði vel í þetta verkefni mitt en þetta er sterkbyggður og fallegur kassi. Hann er eins og alvöru leikjakassar sérstaklega breiður sem hentar vel fyrir stóra örgjörvakælingu ásamt því að skipulagið inn í kassanum er með afbrigðum gott. Ég hef svo sem ekki enn ákveðið hversu marga diska ég mun setja í kassann en ef ég læt nægja tvo SSD diska, sem eru 2.5″, þá get ég tekið harðdiskasleðan úr kassanum sem auka strax aðgengi að öllu ásamt því bæta loftflæðið til muna eins og fyrr segir.

Á næstu dögum er síðan ætlunin að púsla í kassann þeim íhlutum sem ég hef valið mér og má reikna með að ferlið verði vel skjalfest og myndað.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira