Heim MicrosoftWindows Mobile Windows 10 Mobile – build 10572

Windows 10 Mobile – build 10572

eftir Jón Ólafsson

Microsoft hafa farið ansi skemmtilega leið með þróunn á Windows 10 Mobile stýrikerfinu sínu en það er svipað með það og desktop útgáfuna, notendur geta hlaðið niður og sett upp reynslu útgáfu af stýrikerfinu. Það gerðist lítið Mobile megin meðan Microsoft var að undirbúa Windows 10 en núna virðist allt vera komið á fullann hraða í Mobile kerfinu sem er vel, áætlað er að Windows 10 Mobile komi formlega út í byrjun desember.

Gabriel Aul sem sér um þessi mál hjá Microsoft hefur sagt að build 10575 komi í næstu viku en hann ætlar samt að setja build 10572 í loftið seinna í kvöld. Hann sagði frá þessari útgáfu sem er víst stútfull af nýjungum, með mun betri rafhlöðuendingu.

Hann spurði notendur á Twitter hvort þeir vilji þetta build þó svo það sé ekki hægt að setja það upp án þess að gera það beint úr Windows Phone 8.1.

 

 

Málið er því að þeir sem eru að prófa Windows 10 Mobile í dag þurfa að bakka í Windows Phone 8.1 áður en hægt er að setja upp build 10572, þetta er böggur sem Microsoft veit af og lagast frá og með build 10575.  Notendur sem eru að leika sér með Windows 10 Mobile þurfa því bakka í Windows Phone 8.1 núna og setja upp build 10572 eða bíða í ca 10 daga eftir að prófa 10575.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira