Heim MicrosoftWindows 10 Uppfærðu í Windows 10 núna

Uppfærðu í Windows 10 núna

eftir Jón Ólafsson

Nú líður að því að Windows 10 uppfærslutilboð Microsoft renni út en í stuttu máli þá geta allir Windows 7 og 8 notendur uppfært ókeypis uppí Windows 10. Þetta tilboð rennur út 29. Júli 2016 og það er því kominn tími á að taka ákvörðun og það fljótt.

Eins og fram hefur komið þá verður hægt að kaupa þessa uppfærslu seinna en ókeypis er gott og því um að gera að skella sér í þetta strax

Ef þú ákveður á bíða þá mun verðið líklega enda í

  • Windows 10 Home mun líklega kosta $119
  • Windows 10 Pro mun líklega kosta $199
  • Ef þú átt Windows 10 Home þá verður hægt að hægt að kaupa Home -> Pro uppfærslu fyrir $99

 

Ég hef uppfært ótal vélar úr Windows 7 og 8 uppí Windows 10 síðan þetta tilboð byrjaði og má segja að nær undantekningalaust hefur þetta ferli gengið án vandræða og gert viðskiptavini mun ánægðari með tölvurnar sínar. Einu vandræðin sem ég hef lent í er þegar ástand núverandi stýrikerfis er mjög bágborið, vírussmitað eða almennt í rugli.

 

Við hér á Lappari.com ráðleggjum því heilshugar öllum að

  1. Taka öryggisafrit af mikilvægum gögnum, bara til þess að vera 100% öryggir
  2. Margar vélar eru með Update forriti frá framleiðanda þar sem hægt er að uppfæra rekla og Bios, sækja allar uppfærslur þar.
  3. Fara síðan í Windows Update og sækja allar uppfærslur sem bíða þar
  4. Skella síðan uppfærslunni í gang en þetta getur tekið 1-3 klst.

 

Síðan er protip eftir að Windows 10 er komið inn….

  1. Fara beint í Windows Update og sækja allar uppfærslur þar strax
  2. Opna Store appið og sækja allar uppfærslur sem þar eru, það eru uppfærslur á öllum innbygðu Windows 10 öppunum.

 

Ef notendur uppfæra í Windows 10 þá munu þeir fá 100% uppfærslur á stýrikerfinu frá Microsoft út lífstíma tölvunar, hvort sem vélin lifir í 5 ár eða 15 ár…   ekki bara á meðan Microsoft styður viðkomandi stýrikerfi eins og staðan er í dag.

Windows 10 hefur breyst mikið síðan það kom út í fyrra, ég hef verið að prófa afmælisútgáfuna sem kemur út í kringum næstu mánaðarmót fyrir alla notendur og er hún frábær, keyrir létt á vélinni, frábær rafhlöðuending og fullt af nýjum flottum fídusum.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira