Þá er Lappari.com hægt og sígandi að vakna eftir sumarfríið og við byrjum með hátalaraprófunum. Við höfum áður prófað Kugel og Kurbis frá Thonet & Vander en núna erum við að prófa öflugustu hátalarana frá þeim sem heita Koloss en þessa hátalara fengum við hjá Tölvutek.

Thonet & Vander er þýskt merki sem ég hef miklar mætur á og hafa þeir ekki hingað til valdið mér vonbrigðum en gaman verður að sjá hvernig þeim hefur tekist til með Koloss. Það eru ekki margir sem taka hátalara afpakkanir en við ákváðum að prófa það engu að síður og erum nokkuð sáttir við útkomuna en segjum samt sorry með hvítu sokkana ( #þvottadagur ).

 

Um tónlistina sjá Seether ásamt Amy Lee og hér er það lagið Broken.

 

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir