Þeir notendur sem hafa sett upp hjá sér Windows 10 og hafa uppfært í nýjustu útgáfuna sem lekið var á netið fyrir skemmstu (10051) hafa séð að póst- og dagatalsforrit hafa fengið nokkuð magnaða yfirhalningu. Þetta þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart þar sem Microsoft hafa tekið útlitið í gegn á Windows 10 og breytist það mikið milli útgáfna sem Windows Insiders geta sótt sér.

 

mail1_story

 

Af þessum myndum er ekki að sjá að virkni hafi breyst mikið en útlit og uppsetning hefur breyst töluvert.

 

mail2_story

 

Þar sem Build er á næsta leiti þá má reikna með því að við sjáum ekki stórar breytingar á Windows 10 þangað til þar sem Microsoft vilja mjög líklega bíða með allar stórar breytingar til að kynna þær á Build.

Heimild og myndir: @rlinev

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir