Heim ÝmislegtAndroid Langar þig að nota Android á Windows tölvu?

Langar þig að nota Android á Windows tölvu?

eftir Gestapenni

Öllum er frjálst að senda okkur greinar til birtinga og einstaka sinnum birtast því gestapistlar hér á Lappari.com. Við leituðum reyndar til Atla Jarls og báðum hann að skrifa þennan pistill enda efnið mjög áhugavert og á erindi til margra lesenda okkar. Gestapistlar birtast algerlega óritskoðaðir með þeim fyrirvara þó að við lesum þetta yfir og gætum þess að höfundar sýni öðrum háttvísi og fari eftir almennum mannasiðum við sín skrif en ritstjórnarstefna Lappari.com tekur á málfari, háttvísi o.s.frv. en gefur ritara frjálst val varðandi efni og efnistök.

———–

 

 

Það hefur löngum verið umfjöllunarefni þeirra sem velja sér Apple eða Android spjaldtölvur og síma að ein meginástæða valsins sé sökum þess hversu mikið fleiri öpp Apple Store og Google Play séu með umfram það sem Microsoft bjóða uppá fyrir Windows 8 og Windows Phone gegnum sína verslun.

Fyrir mig er þetta no-brainer, því þrátt fyrir að hafa kannski ekki sama appfjölda í boði, þá eru í boði öll þau öpp sem ég nota ásamt því að Windows er það stýrikerfi sem gríðarlegur meirihluti tölvunotenda í heiminum keyrir á sínum einka- sem og vinnuvélum, og þar af leiðandi eru nánast allar hugbúnaðarlausnir til fyrir þau. Þar á meðal eru einmitt til Android app-hermar, sýndarvélar og meira að segja Android stýrikerfi fyrir x86 tölvur.

Það þekkja margir Bluestacks, sem er lítið forrit keyrt er í Windows, en það er það sem ég kalla Android app-hermir, því það býður ekki upp á Android stýrikerfið sem slíkt, og takmarkanirnar eru mjög margar. Það er hins vegar ágætt ef þú ert að spá í að keyra Android leiki og önnur smáforrit, en ekkert mikið meira en það. Ef þú vilt fá Android í allri sinni dýrð, þá er svo til nýkomið á markaðinn forrit sem heitir DuOS frá American Megatrends, en það setur upp Android kerfið í sýndarvél, og gerir þér kleift að keyra Android kerfið með öllu sem það hefur uppá að bjóða, hvort sem þú ert með venjulega borð- eða fartölvu sem stjórnað er með mús og lyklaborði, eða það sem hentugra er í þessu, tölvu með snertiskjá eða Windows spjaldtölvu.

Ég hef verið að keyra DuOS sl. hálft ár eða svo á ThinkPad Helix vélinni minni, sem er bæði fartölva og spjaldtölva, og DuOS er eins og hannað fyrir hana. Sýndarvélin kostar 9.99 dollara, og það þarf að kaupa leyfi fyrir hverja vél fyrir sig. En ef um enduruppsetningu á stýrikerfi er að ræða, þá er hægt að flytja leyfið á milli uppsetninga. Ef þú vilt prófa fyrst, þá er 30 daga reynsluleyfi á þessu án nokkurra takmarkana.

Áður en þú rýkur til og halar niður kerfinu, þá er rétt að benda á að þú þarft að vera með Intel örgjörva sem styður Virtualization og það þarf að vera virkt í BIOS, en á flestum Intel örgjörvum í dag er þetta til staðar og eina sem þarf að gera er að virkja það.

Hvernig veit ég hvort ég sé með Virtualization eða ekki?

( NB. Fyrir þá sem eru með AMD örgjörva, þá er til önnur Android sýndarvél sem finna má hér. Ég hef ekki gert neina ítarlega úttekt á því, svo ég get lítið sagt um hvernig það er í samanburði við DuOS. Kosturinn við það er hins vegar að það er alveg fríkeypis. http://www.andyroid.net )

Kerfiskröfurnar eru annars ekki stórar, og kerfið keyrir mjög vel á bæði ThinkPad Helix (i5-3337 / 4GB RAM) og Yoga 3 Pro (Core M-5Y70 / 8GB RAM) vélunum mínum.

  • 32/64 bita Windows 7/8/8.1
  • Intel örgjörvi
  • Hardware Virtualization Technology (VT-x) þarf að vera til staðar og virkjað í BIOS.
  • OpenGL 3.0 og hærra.
  • Lágmark 2GB RAM (3GB er ráðlagt)
  • 3GB pláss á hörðum disk.

 

Uppsetningin er ofureinföld, þú sækir uppsetningarskránna á http://amiduos.com og keyrir hana af stað (þarf administrator réttindi), hún sækir þá uppsetninguna yfir netið og setur sýndarvélina upp. Þegar DuOS er svo ræst í fyrsta sinn, þá er Google Play Store ekki með í uppsetningunni, heldur þarftu að sækja pakkann hér: Google Play Store, þegar hann er niðurhalaður, þá hægri smellir þú á gapps-jb-20130812-signed.zip og velur Apply To DuOS. Þá endurræsist DuOS og uppfærir svo sýndarvélina, sem gerir þér þá kleift að skrá þig inn á allar Google þjónustur, eins og um hefðbundið Android tæki væri að ræða.

Það er svo rétt að benda á að það er gott að byrja á því að fara í Settings í Android – opna DuOS Configuration Tools og stilla hversu mikið vinnsluminni sýndarvélin notar.

DuOS2

 

 

Kerfið býður einnig upp á samstillingu við Windows möppurnar þínar, Documents / Music / Pictures og Video, sem er gríðarlega þægilegt.

DuOS1

 

 

Hér má sjá nokkur skjáskot sem ég tók eftir að búið var að setja upp Android DuOS á Lenovo Yoga 3 Pro vélinni minni.

 

 

Góða skemmtun!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira