Heim ÝmislegtGoogle Google Inbox

Google Inbox

eftir Gestapenni

Þetta er annar gestapistillinn sem birtist á Lappari.com en sá fyrsti birtist í Febrúar á þessu ári. Þessir pistlar birtast algerlega óritskoðaðir með þeim fyrirvara þó að við lesum þetta yfir og gætum þess að höfundar sýni öðrum háttvísi og fari eftir almennum mannasiðum við sín skrif.

Ritstjórnarstefna Lappari.com tekur á málfari, háttvísi o.s.frv. en gefur ritara frjálst val varðandi efni og efnistök.

————

Gunni

Ég hef verið Gmail notandi eiginlega jafn lengi og ég man eftir mér eða síðan í maí 2004. Á 10 árum safnast upp dálítið af pósti (3GB) svo það getur orðið svolítið basl að finna rétta póstinn neðst í hrúgunni.

G1

Besti fítusinn við gmail er samt augljóslega leitin en það hvað er þægilegt að leita hefur gert mig að agalegum póstsóða. Ég eyði sjaldan og flokka lítið sem ekkert. Það minnir mig líka á eitt; það eru 3124 ólesnir tölvupóstar í innhólfinu mínu. Allt eitthvað drasl sem skiptir ekki máli (vona ég).

G2

Fyrir einhverjum mánuðum kynnti google sjálvirka flipa sem flokka póstinn fyrir mann og eru mjög gagnlegir fyrir póstsóða eins og mig. Þar eru Promotions sem er eiginlega bara rusl, Social eru tilkynningar frá samfélagsmiðlum og svo Primary allt hitt. Social og Promotions skoða ég sjaldan en flokkkunin er oftast alveg spot on.

 

En þá kynnti Google til sögunnar nýtt tól; Inbox. Það kannski gerir ekki mikið fyrir ofur skipulagða Inbox Zero menn en fyrir svona allt-í-einum-graut gúbba eins og mig er þetta himnasending. Það sem Google Inbox gerir er að taka sjálfvirku flipana sem ég nefndi áðan upp á næsta stig. Allt það sem skiptir máli í póstinum er sjálfkrafa gert mjög sýnilegt og aðgengilegt.

Um daginn fór ég til Boston og þá var þessi lína mjög sýnileg í inboxinu mínu:

G3
Boarding passar, bókun á bílaleigubíll og hótelbókun. Allt þetta fann Google í tölvupóstinum mínum sjálfkrafa og birti í einni samandreginni línu.

 

Annað dæmi um svona sjálfvirka flokkun eru ‘Purchases’ sem sýnir manni á þægilegan hátt hluti sem maður hefur pantað á netinu:

G4

Kann sérstaklega vel að meta linkinn ‘Track package’ sem fer með mann á tracking síðuna, sem er væntanlega það sem 99% af þeim sem opna póstinn eru að leita að.

 

En svo að lokum einn fítus sem mér finnst alveg brilliant. Það er hægt að smella á klukku til að ‘snooza’ tölvupóst. Þ.e. eitthvað sem maður þarf að bregðast við en bara ekki akkúrat núna og þar er bæði hægt að velja tímasetningu og það sem ég nota jafnvel meira; staðsetningu. T.d. var komið að næstu greiðslu uppí árskortið mitt hjá Boot Camp um daginn og ég valdi snooze until og svo Select place og setti þar inn Rafstöðvarvegur 3.

G5
Hugsaði svo sem ekkert meira um þetta nema hvað í dag þegar var að labba á bílastæðinu á leið í hádegistíma fann ég símann titra í vasanum og þá var þetta á skjánum:

 

G6

Fyrstu kynni af þessu appi lofa amk góðu og ég vona að Google haldi áfram að þróa og bæta við fítusum.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira