Heim ÝmislegtAndroid Flappy Bird ævintýrinu er lokið

Flappy Bird ævintýrinu er lokið

eftir Jón Ólafsson

Flappy Bird leikurinn hefur farið sigurför um netið síðan hann kom út á síðasta ári og hefur verið gríðarlega vinsæll hjá netverjum eins og fjallað hefur verið um hér áður. Leikurinn hefur skapað forritaranum sem bjó hann til gríðarlegar tekjur en að sögn TheVerge þénaði leikurinn um $50.000 á dag í auglýsingatekjur.

Þetta gera litlar 5.8 milljónir íslenskar krónur á dag.

Þrátt fyrir þetta hefur höfundur leiksins tekið hann af markaði afþví er virðist útaf áreiti notenda og fréttamiðla, hann bara vildi ekki verða svona frægur.

 

Þessar tilkynningar komu frá honum á Twitter

 

 

 

Þeir sem sóttu leikinn áður en hann var tekinn úr Store ættu að geta sett hann upp aftur með því að fara í keypt forrit (Purchased í iCloud t.d.). Windows Phone útgáfan sem ég setti tengil í fyrir helgi var ekki offiicial útgáfa af leiknum þar sem hún var enn í vinnslu og því er enn hægt að sækja hann og spila.

Ég hef prófað iOS, Android útgáfuna og er WP útgáfan mjög sambærileg og sem betra er… hún er enn í Windows Store.

Síðan er Squishy Bird til vara..

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira