Sony SRS-BTX500

eftir Jón Ólafsson

Vinir okkar hjá Nýherja buðu okkur að prófa nýjan Bluetooth hátala frá Sony en fyrirtækið hefur verið ansi duglegt að koma með nýjungar sem gaman er að skoða.

Hér er hægt að sjá upplýsingar um Sony SRS-BTX500 en settið fæst í vefverslun Nýherja og er listaverð 64.990 kr. m/vsk.

 

Hvað er þetta og hvað er í kassanum?

Sony SRS-BTX500 er Bluetooth “ferðahátalari” sem spilar tónlist af öllum Bluetooth tækjum, hvort sem það eru símar, spjald- eða venjulegar tölvur. Það er rafhlaða í hátalarnum sem er uppgefinn fyrir allt að 6 tíma endingu sem gerir það að verkum að einfalt er að hlaða græjuna með spennubreyti og grípa hana með sér í bílinn eða ferðalagið hvort sem það er rafmagn eða ekki.

Í kassanum er einn hátalari, straumbreytir, hlífðartaska ásamt leiðarvísi.

 

Hönnun

Hátalarinn er stílhreinn og vandaður að finna, lítur vel út á skrifborðinu hjá mér. Á framhlið er svört álrist með Sony merki sem hlífir hátölurum sem þar eru. Tveir þeirra sjá miðju og tvíter (full-range) meðan einn hátalari sér um bassahljóminn eða hefðbundin 2.1 uppsetning.

 

 

Flestir ferðahátalarar eru bara hannaðir í kringum “ferða” hlutan en SRS-BTX500 leggur töluvert meira uppúr hljómgæðum og fjölmögum kostum og þannig meira notagildi. En þessi hátalari hljómar mjög vel og er með ágætis hljómstyrk þó ég verði að segja að Bose SoundLink mini hafi spillt mér þegar kemur að hljómgæðum í ferðahátölurum.

Stærðir
Hæð: 11.5 cm
Breidd: 34.1 cm
Dýpt: 7.2 cm
Þyngd: 2000 gr

Þar sem þessi hátalari hugsaður og hannaður sem ferðahátalari þá er stærð og þyngd helsti veikleiki SRS-BTX500 því þó svo að það fylgi taska með hátalaranum þá er þessi 2000 gr græja líklega ekki sú sem þú nennir að burðast með í bakpokanum.

 

Sony_srs_btx500_3

 

Ofan á Sony SRS-BTX500 er takki til að svara símtölum sem koma í pöruð tæki ásamt því að hækka og lækka í tækniu en sjálft stjórnborð er á hægri hlið.

 

Sony_srs_btx500_4

 

Undir hátalara (á bakhlið) er hægt að taka út fót til að láta hátalarann standa á ásamt því að lok yfir stjórnborð rennur aftur eins og sést á myndinni og er hátalarinn því stöðugur á borði og rennur ekki auðveldlega til.

 

 

Uppsetning

Uppsetning á Sony SRS-BTX500 var með auðveldari móti og Sony_srs_btx500_1sérstaklega ef parað er við tæki sem er með NFC (e. Near Field Communication) þar sem tæki er bara lagt ofaná hátalara til að para. Ef það er ekki NFC þá er þetta samt ekki flóknara en að kveikja á hátalara og smellta á Bluetooth takkann, við það er hátalarinn sýnilegur í 30 sekúndur og símtækið, spjald- og fartölvan fundu hann um leið. Pörunn gekk alltaf vandræðalaust en ég prófaði það á iPhone, Android og á Windows Phone ásamt því að prófa á tveimur PC vélum og einni iMac. Það þarf ekki að setja neitt PIN númer inn við pörun og þetta ferli því algerlega vandræðalaust.

Bluetooth tæki duga yfirleitt ágætlega í allt að 10 metrum og var það einnig raunin með Sony SRS-BTX500, afspilun var vandræðalaus í 9-10 metra fjarlægð áður en samband rofnaði milli hátalara og spilara en drægni er misjöfn og fer því hvernig rýmið er uppsett.

Helsti styrkur Sony SRS-BTX500 er fjöldi stillinga og tengimöguleikar en þetta er fyrsti hátalarinn sem ég hef getað parað með NFC, þetta þýðir að ef síminn þinn (eða spjaldtölva) styður NFC þá er hægt að smella tækinu við hátalarann og þá parast það við hátalaran.

 

Hljómburður

Áhyggjur af þyngd og stærð hverfa þegar þú kveikir á tækinu því þessi látlausi Sony hátalari er á pari við það besta sem ég hef heyrt í sambærilega stórum ferðahátölurum. Ég notaði Sony SRS-BTX500 bæði á skrifstofu og heima við og er hljómburður góður og sér í lagi líkaði mér við mjúkann og kristaltæran hljóm við lægri hljómstyrk.

Sony SRS-BTX500 eru á pari við eða betri en venjulegir miðlungsstórir hátalarar og tókst að fylla frekar stór rými af fallegum (Hi-Fi), öflugum og hljómríkum hljómi án vantræða, hann er einfaldlega mjög öflugur miðað við stærð.

 

Sony_srs_btx500_2

 

 

Niðurstaða

Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að ég eins og flestir sem prófa þennan hátalara erum í skýunum með hann. Sony SRS-BTX500 er vel smíðaður, massívur og gæðin einfaldlega skína í gegn þegar hátalarinn er handleikinn. Í dag eru margir aðrir möguleikar ef þú ert að leita að bluetooth ferðahátalara á þessu verði en ef þú ert að leita að góðu alhliðatæki þá verður Sony SRS-BTX500 að vera með í samanburðinum. Þetta er fyrsta tækið sem ég prófa með NFC pörun og einfaldar það pörun mikið því flestir þeir sem nota Bluetooth mikið vita að það getur stundum verið höfuðverkur að láta þetta allt virka saman.

 

 

Sony SRS-BTX500 kostar meira en margir (flestir) ferðahátalarar á markaðnum en þetta er einfalt reiknisdæmi í mínum huga. Ef þú vilt einn besta alhliða bluetooth ferðahátalaran á markaðnum þá þarftu að skoða þennan. Ég get hiklaust mælt með þessum hátalara fyrir þá sem tíma að borga fyrir góð hljómgæð við ágætis hljómstyrk, ferðanleika og góð hljómgæði.

Ef þér er sama um þyngdina og hefur áhuga á NFC pörun þá ætti Sony SRS-BTX500 að vera efst á óskalistanum hjá þér.

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira