Heim ÝmislegtGoogle Google er að “njósna” um þig.

Google er að “njósna” um þig.

eftir Jón Ólafsson

Friðhelgi á internetinu og njósnanir um notendur… áhugaverðar pælingar sem hafa fylgt internetinu frá upphafi og verða líklega áfram um ókomna tíð. Þessar pælingar eiga rétt á sér og mikilvægt að stórfyrirtækjum eins og Google, Microsoft, Apple, Amazon o.s.frv. sé sýnt næginlegt aðhald af notendum og eftirlitsstofnunum. Kveikjan að þessari grein kom fyrir nokkrum vikum þegar ég las um njósnanir NSA um notendur í gegnum stórfyrirtæki á borð við Microsoft, Apple og Google.

Það eru sumir sem setja öll þessu fyrirtæki undir sama hatt og er það mögulega rétt en það er samt grundvallarmunur á nokkrum þeirra og fyrirtækið sem mig langar að velta fyrir mér hér er Google og hvernig viðskiptamódel fyrirtækið byggir á. Þurfti mögulega ekki NSA til þess að Google færi að „njósna“ um notendur sína?

Þetta dregur mig að fyrirsögnin sem er svolítið sláandi en er hún röng, hefði mögulega getað kallað pistilinn “kostnaður ókeypis lausna” Að mínu mati er fyrirsögnin alls ekki röng og notendur sem lesa Terms of Service (TOS) og Privacy Policy Google ættu að vita þetta. Þetta er því ekki samsæriskenning heldur staðreynd sem Google er ekkert sérstaklega að leyna þó svo að hún sé kannski ekki auglýst sérstaklega heldur.

 

Þannig að ef þú ert að leita að samsæriskenningum þá ertu ekki á réttum stað því ég ætla bara að renna yfir hvað Google segist opinberlega safna og geyma um notendur sína.

 

Það er stór munur á t.d Microsoft/Apple/aðrir  vs.  Google sem margir virðast ekki átta sig á:

Microsoft/Apple/aðrir selja viðskiptavinum sínum vöru og/eða þjónustu.

Google selur auglýsendum aðgang að notendum sínum.

 

Við áframhaldandi lestur bið ég lesendur að hafa í huga þá Google er ekki hefðbundin tæknirisi heldur auglýsingarisi sem hefur tekjur sínar að langmestu leiti af auglýsingum. Þetta segir okkur að Google þarf að þekkja notendur sína til þess að geta komið að þeim auglýsingum sem þá varðar. Google er alls ekki góðgerðarstofnun heldur öflugt og mjög fjársterkt fyrirtæki með mjög stóran notendahóp sem vex á hverjum degi. Fyrirtækið þarf eins og önnur hlutafélög að vaxa meira og meira til þess að tryggja hluthöfum arð af fjárfestingu sinni.

Þeir eru svo öflugt fyrirtæki eins og raun ber vitni vegna þess að Google hefur verið og eru leiðandi á sínu sviði, framsæknir og eru með mörg góð forrit eins og t.d. Google Maps, Google leitarvél, Google Apps, Google Mail… ekki tæmandi listi en þið þekkið þessi forrit og aðrar lausnir líklega flest.

 

google-privacy-policy

 

Google er einmitt svona öflugt fyrirtæki vegna þessara lausna sem hafa hjálpað til við að laða að notendur sem vilja nota þessar ókeypis lausnir. Google eru líka nokkuð snöggir að loka á þjónustur sem ekki laða að nægilega marga notendur eins og ég hef áður fjallað um.

 

Ekkert vafasamt við þetta en í stuttu máli virðist því formúlan á bakvið Google vera:

 1. Búa til ókeypis og flottar lausnir eins og forrit, símtæki og stýrikerfi
 2. Draga að eins marga notendur og hægt er.
 3. Fjöldi notenda draga að fyrirtæki sem vilja kaupa auglýsingar.

 

Það er því einfallt að segja að notendur Google eru ekki viðskiptavinir heldur vara sem Google selur…  Það er því ekkert EVIL við þetta enda vel þekkt að einkunnarorð Google hefur ávallt verið “Don´t be evil

Notendur verða samt að hafa í huga og muna að allt sem notendur gera á netinu innskráðir sem Google notendur getur verið geymt að að eilífu hjá Google, hvort sem það er Google leit, tenglar sem þeir smella á, Gmail samskipti, Google Hangout eða einfaldlega upplýsingar um símtöl sem þeir hringja í Android símanum sínum. Google eru reglulega gagnrýndir fyrir meðferð þeirra með gögn og notendaupplýsingar eins og ég hef fjallað um áður.

Það þekkja flestir að sjá auglýsingar í Google leitarvélinni, Google Mail, Google Maps og öðrum lausnum sem fyrirtækið “gefur” okkur aðgang að. Langflestir leiða auglýsingarnar hjá sér enda er það orðið innbyggt í nútímafólk að á internetinu eru auglýsingar sjálfssagður fylgifiskur.

 

Hvernig “njósnar”  Google um notendur og hvaða upplýsingum safnar fyrirtækið?

Vinsamlegast athugið að þetta er annað hvort beinar tilvísanir á ensku eða þýðing úr TOS og Privacy Policy Google sem birt er á heimasíðu þeir, þetta er gert 08.09.2013.

 

Í annari málsgrein friðhelgisstefnu Google stendur eftirfarandi

 When you share information with us, for example by creating a Google Account, we can make those services even better – to show you more relevant search results and ads, to help you connect with people or to make sharing with others quicker and easier. As you use our services, we want you to be clear how we’re using information and the ways in which you can protect your privacy.

Samkvæmt þessu þá notar fyrirtækið Google notendann þinn meðal annars til þess að geta sýnt auglýsingar sem varða þig og þína notkun. Þeir enda málsgeinina með því að benda þér á hvernig þú getur varið þitt friðhelgi sjálf/ur. Google gerir það sem sagt ekki fyrir þig.

 

Upplýsingar sem Google segist safna um notendur er meðal annars eftirfarandi:

 • Persónuupplýsingar sem Google notendur gefa upp við stofnun eins og nafn, heimilisfang, símanúmer, mynd og mögulega kreditkortanúmer.
 • Google safnar upplýsingum um allar þjónustur sem þú notar sem innskráður notandi, hvort sem það eru Google þjónustur eða ekki og einnig hvernig þú notar þær.
 • Upplýsingar um tækið sem þú notar til að nálgast þær, eins og hvaða tæki þú notar, stýrikerfi, tækjanúmer, símafyrirtæki sem þú notar og símanúmerið þitt. Samkæmt Google þá “er möguleiki” á því að þeir munu tengja símanúmerið þitt við Google notendann þinn.

 

Þegar þú notar Google þjónustur þá “er mögulegt” að Google safni eftirfarandi upplýsingum.

 • Nefna aftur samantekt á upplýsingum um hvaða þjónustur þú notar, hvernig þú gerir það ásamt því að safna öllum leitum sem þú framkvæmir á Google.com sem og í öðrum Google þjónustum.
 • Google notar vefsögu Chrome sem safnast saman og samstillist milli tækja (vafri og Android tæki).
 • Hringisögunni þinni (Call history) eins og númerum sem þú hringir í,  í hvaða númer er símanúmerinu þinu framsent til (call forwarding) , dagssetning og tími símtala, lengd símtala ásamt upplýsingum í SMS.
 • IP tölunni þinni hvort sem það á er tölvunni eða símtækinu þínu.

 

Þegar þú notar Google þjónustur sem styðjast við staðsetningu þá mun Google safna eftirfarandi upplýsingum.

 • Nákvæmri staðsetningunni með GPS í síma eða samkvæmt staðsetningu WiFi punkta sem þú notar. Ef þú ert í vafa um að Google viti hvar WiFi netið þitt er þá er nóg að einhver með síma (sem er með GPS) hafi tengst internetinu með þráðlausa netinu. Mögulega notar Google líka nálæga GSM turna til að reikna út staðsetninguna.

 

Vinsamlega athugið að ég feitletra ekkert í þessu hér að ofan þar sem mér þykir þetta flest allt brjóta gróflega á friðhelgi minni.

google_privacy

 

 

Það má færa rök fyrir því að Google “gefi” ókeypis vöru og geti því gert þetta í staðinn…

TANSTAAFL – There ain’t no such thing as a free lunch 

Er ekki þekkt markaðsfræðininni að reikna meigi með því að fyrirtæki sem býður mér í „ókeypis“ hádegismat fái skotleyfi á mig á meðan því stendur. Á meðan ég er staddur hjá þeim þá hafa þeir allavega tækifæri á því að veifa framan í mig auglýsingum og tækifæri til þess að safna upplýsingum um mína hagi og hvernig ég hegða mér meðan ég er hjá þeim. Hjá Google notenda stendur þessi „hádegisverður“ reyndar yfir allann tímann.

 

Goggle segja þetta að minnsta kosti

We use the information we collect from all of our services to provide, maintain, protect and improve them, to develop new ones, and to protect Google and our users. We also use this information to offer you tailored content – like giving you more relevant search results and ads………..  Google processes personal information on our servers in many countries around the world. We may process your personal information on a server located outside the country where you live.

 

Þó svo að gagnrýna megi að þetta myndband hafi verið gert af Microsoft þá virðast þeir hafa nokkuð til málsins að leggja hvað innihaldið varðar.

 

 

Ég vill hætta að vera söluvarningur.

Gefum okkur að ég sem Google notandi í hátt nær tíu ár sé smeikur eftir þennan lestur og vilji eyða upplýsingum sem Google hefur um mig og mína hagi… hvernig geri ég það?

Hvað segir Google:

……… We aim to maintain our services in a manner that protects information from accidental or malicious destruction. Because of this, after you delete information from our services, we may not immediately delete residual copies from our active servers and may not remove information from our backup systems.

Samkvæmt þessu þá er ekki víst að Google eyði neinum gögnum (hvorki virkum eða úr afritum) og ég get ekkert gert við því…

Google safnar sem sagt upplýsingum um notendur án þess að bjóða uppá leið til þess að eyða öllum þessum upplýsingum en í mínum huga þýðir það að notendur njóti alls ekki friðhelgis hjá Google.

 

Aðeins um Android

Þeir (örfáu) sem ekki þekkja Android þá kom það fyrst út 2007 og hefur verið leiðandi síðustu árin í vinsældum, útbreiðslu og notendafjölda. Kerfið er Open Source (ókeypis) og því opið sem er andstætt við Windows Phone frá Microsoft og iOS frá Apple.

Það er búið að virkja rúmlega einn miðjarð Android símtækja..
1.000.000.000 símtækja

Þeir sem eiga Android síma eða spjaldtölvu vita að þú þarft að vera innskráður sem Google notandi til að sækja öpp af Google Play store sem er forrita markaður Google. Mögulega eru einhverjir sem ekki skrá sig inn í símtækinn og vitanlega eru margir Android notendur sem voru áður með Google notenda en þetta þýðir að Google er að safna ansi mikið af upplýsingum í gegnum Android stýrikerfið sitt.

Í upphafi þá skildi ég ekki afhverju Google gáfu Android stýrikerfið ókeypis og í mínu huga voru þeir bara svalir og flottir Open Source gaurar sem hugsuðu um nörda eins og mig. Þetta viðhorf mitt hefur breyst síðustu árin því í mínum huga er þetta vitanlega gert til að þekkja okkur notendurnar betur til þess að geta selt að okkur aðgang. Þetta segji ég meðvitaður um að langstærsti hluti af tekjum fyrirtækisins koma af auglýsingum sem eru miðaðar að mér í gegnum þær upplýsingar sem ég (meðvitað) leyfi Google að nota.

Ég skrifaði þess færslu á nokkrum dögum en eftir að ég byrjaði þá tilkynnti Google um nýjustu útgáfu af Android stýrikerfinu sínu. Þetta er svo sem ekki frásögu færandi því þeir gera það árlega í byrjun september en það sem vakti athygli mína var að stýrikerfið heitir Android 4.4 KiTKaT… já það heitir það sama og súkkulaði sem við þekkjum… heitir ekki bara það sama heldur er skýrt eftir súkkulaðinu samkvæmt upplýsingum frá Goggle.

android-kitkat-google

 

Samkvæmt tilkynningu Google þá borgar Nestle eigandi KitKat vörumerkisins ekkert fyrir þetta en ég verð samt að viðurkenna að ég trúi því ekki, bara alls ekki. Ég hef svo sem ekkert fyrir mér frekar en aðrir sem um þetta skrifa en að Google hafi nefnt stýrikerfið sitt eftir KitKat bara afþví að Android hönnunnarteymið finnst KitKat gott er bara of súrelaískt til þess að ég trú því. Það er mikið fjallað um þetta á internetinu en hér má lesa um þetta ef þig þyrstir í ýtarefni.

Hér má sjá fyrstu auglýsingu um Android KitKat.

Ef það lítur út eins og auglýsing, hljómar eins og auglýsing, lyktar eins og auglýsing… þá er þetta líklega auglýsing og mér þykir afar ólíklegt að Google hafi ákveðið að auglýsa KitKat af einskýrri velvild við stórfyrirtækið Nestle…. en það má vel vera.

 

Hvað næst?

Android kom, var ókeypis afþví að Google voru bara flottir gaurar. Síðan fór að bera á auknum auglýsingum í öpp um þjónustum Google og núna síðast kemur Android útgáfa sem ber nafn á vöru þriðja aðila. Mig langar því að velta fyrir mér framtíð Android útfrá því sem ég veit um Google; og það er að Google birtir auglýsingar í öllum þeim vörum og þjónustum sem við þekkjum.

Er mögulegt að við förum að sjá pop-up auglýsingar í Android stýrikerfinu?

 Mér finnast auglýsingar í Android alls ekki fjarstæðukenndar og má með sanni segja að þetta sé byrjað nú þegar í gegnum öpp sem notendur er með uppsett. Þessi skjáskot eru tekinn á Android síma hjá félaga mínum en þarna sést klárlega að eitthvað app sem hann er með uppsett opnar fyrir auglýsingar á önnur öpp sem appframleiðandinn er með. Ég hef sjálfur séð leiki senda óumeðnar tilkynningar en þetta sýnir klárlega hversu illa Google notendur eru varðir fyrir auglýsingum og hversu mikið áreitið getur verið.

Hér eru skjáskotin sem hann sendi mér:

android_spam

 

 

Það verður athyglivert að fara í Settings > System > About þegar KitKat kemur og sjá hvort Nestle eða KitKat logo verður komið þangað…  vitanlega ókeypis fyrir Nesle samkvæmt því sem Google segir..

 

 

Niðurstaða

Ég vona að lesendur misskilji þetta ekki sem Google/Android hatur hjá mér því það er alls ekki boðskapurinn sem ég vill að komist til skila. Sem ábyrgur kerfisstjóri (að eigin mati) til margra ára þá er það mitt hlutverk að upplýsa notendur mína um hvað sé gott/slæmt að gera á internetinu. Mér finnst erfitt að mæla með því að nota Google þjónustur vitandi það sem kemur fram í þessari samantekt hjá mér en ég er frekar á því að vara ætti við því að notendur hengi sig á þær.

Ég verð alltaf gáttaður þegar ég tala við kerfisstjórar/tölvumenn sem nota Google Apps fyrir fyrirtækin sín vitandi hvað stendur í TOS og Privacy Policy hjá Google, það er mér einfaldlega óskiljanlegt. Virðist vera að þeir séu viljugir til þess að fórna friðhelgi sínu og fyrirtækisins og fá í staðinn ókeypis pláss í skýinu hjá Google.

Til upprifjunar, þá má með einföldum hætti segja að allt sem fyrirtæki (og einstaklingar) setja í skýið (t.d. Gmail og Google Drive) hjá Google sé mögulega skannað og safnað í gagnabanka til þess að geta „gert þjónustan betri“ og til að selja auglýsendum aðgang á notendur. Þessar upplýsingar verða þar líklega til frambúðar þó svo að reynt sé að eyða þeim.

Í þröngum skylningi segir þetta ekki að Google séu að „brjóta á notendum“ eða að „Google séu Evil“ eins og oft er sagt því þeir segja frá þessu í TOS og Privacy Policy en gallinn er að notendur og „þessir ábyrgu kerfisstjórar“ hafa líklega ekki lesið hana og reglulega breytast þessar reglur og oft á kostnað frekari friðhelgisbrota.

Það hefur samt verið upplýst umræða um þessi mál erlendis þó svo að hún hafi ekki fengið hljómgrunn hér innanlands en sum lönd hafa einfaldlega bannað Google Apps. Yfirvöld í Svíðþjóð sem dæmi bannaði Google Apps fyrr á árinu vegna meðferð fyrirtækisins á þeim gögnum sem það safnar. Málið kom í hámæli vegna þess að opinber stofnun vildi færa sig í Google Apps en samkomulag sem fyrirtæki/stofnanir þurfa að staðfesta var talið brjóta á friðhelgislöggjöf í Svíþjóð. Þetta er svo sem ekki nýmæli í Evrópu þar sem Google Apps var bannað í níu mánuði í Noregi og það hafa verið fréttir af vandræðum Google á Spáni svo eitthvað sé nefnt.

 

Athyglivert í ljósi þessa að Google eru elskaðir og dáðir á Íslandi.

 

Android er frábært (Open Source) stýrikerfi sem ég notaði í nokkur ár og án fara útí nánar út í kerfið sjálft þá smellpassar það að öðrum þjónustum Google. Módelið er eins og fram hefur komið að safna eins mörgum notendum og hægt er með ókeypis og góðum þjónustum, þegar notkunin er næg þá selur Google auglýsendum aðgang að notendum og safnar upplýsingum um notendurna og notkun þeirra til að þess að notendurnir fái örugglega auglýsingar sem tengist áhugasviði þeirra.

Áður en allir benda mér á að þetta sé alveg eins hjá öðrum þá bið ég viðkomandi að kynna sér málið betur því það er ekki rétt. Ef þið eruð ekki sammála þessu þá fagna ég athugasemdum byggðar á rökum/sönnunum í stað þess að heyra bara “já en Micr$soft eru svakalegir” staðhæfingar

Þessi lesning undirstrikar vonandi muninn á því að vera viðskiptavinur eða vara.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

6 athugasemdir

Steini Thorst 09/09/2013 - 13:54

Hvað svosem menn vilja segja og skrifa Google til varnar,(Stockholm syndrom) þá er þetta þörf umræða, og flott þegar einhver nennir að taka sig saman og skrifa um það því flestar fréttir sem berast neytendum í íslenskum fréttamiðlum snúast bara um hvað Google sé hrikalega flott og fínt (sem það er á mörgum sviðum).

Reply
Lappari 09/09/2013 - 14:10

Já það er ávallt þörf á því að minnast á þetta reglulega.

Var bent á þessa heimildarmynd sem fallar um þetta mál, áhugaverð og skelfileg á sama tíma.
http://www.imdb.com/title/tt2084953/

Reply
Lappari 09/09/2013 - 16:59

Þessu tengd
Google er í hættu með að einhverjar af þjónustum sínum verði bannaðar í Evrópu ef fyrirtæki bregst ekki við friðhelgis athugasemdum EU.

Meira hér: http://news.cnet.com/8301-1023_3-57601968-93/in-eu-antitrust-case-google-ratchets-ups-concessions/?part=rss

Reply
Matti 10/09/2013 - 16:15

Varðandi android-forritin sem birta auglýsingar – þá brjóta þau skilmála Google og Google mun fjarlægja þau úr Google Play búðinni.

https://support.google.com/googleplay/android-developer/answer/3311168

Reply
Lappari 10/09/2013 - 23:24

Brilliant að Google sporni við þessu, þeir vilja ekki auglýsingar sem þeir fá ekki % af (cheap skot)
En að öllu gríni slepptu, veistu hvernig notendur tilkynna um svona auglýsingar til Google?

Mér var reyndar bent á að þetta kæmi líka í iOS með leikjum þó ég hafi ekki séð neinar sannanir.

Reply
Gummi Jóh 13/09/2013 - 13:22

Leikir á iOS koma fjölmargir með svona tilkynningar. Þegar appið er keyrt í fyrsta skipti spyr iOS hvort að appið megi senda tilkynningar og því nóg að ýta á nei og þá koma ekki auglýsingar. Valið er því notandans en eflaust leyfa langflestir svona tillkynningar og fatta svo ekki hvað það þýðir.

Google breyttu skilmálum sínum að öpp mættu ekki senda auglýsingar þann 23.ágúst og gaf þeim sem búa forritin til 30 daga til að laga þetta í sínum öppum, annars yrði þeim hent út. Það styttist því í að þetta vandamál verði úr sögunni.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira