HTC 8x

eftir Jón Ólafsson

Lappari er með HTC 8x í prófunum frá Emobi en ég sá að hann var að lækka hjá þeim úr 79.900 í aðeins 39.900 krónur og fannst tilvalið að skoða hann aðeins betur.

Þó svo að þetta sé ekki nýjasti síminn á markaðnum þá vildi ég kanna hvort þetta væru ekki mögulega kaup ársins fyrir þann sem vantar alvöru snjallsíma á bónusverði. Vélbúnaðarlega er hann vel sambærilegur við Samsung Ativ S og Nokia Lumia 820, 920 og 925 en eins og sést hér að neðan eru þeir æði líkir. Það er helst skortur á 4G samanborið við Lumia símtækinn en hann styður vitanlega 3.5G (HSDPA+)  sem eftir uppfærslur íslenskra símafyrirtækja virkar betur og betur.

Umfjöllun er væntanleg seinna í vikunni en eftir að hafa notað hann í tæpar 2 vikur þá verð ég að mæla með því að þú skoðir þennan, kjörinn fyrir þá sem vilja gera góð kaup eins og t.d. fyrirtæki sem vantar símtæki fyrir starfsmenn.. #bargin

 

Speccar án ábyrgðar

Tæki Samsung Ativ S HTC 8X Lumia 925 Lumia 920 Lumia 820
Stýrikerfi WP8 WP8 WP8 WP8 WP8
Vinnsluminni 1 GB 1 GB 1 GB 1 GB 1 GB
Örgjörvi 1.5 GHz 1.5 GHz 1.5 GHz 1.5 GHz 1.5 GHz
Kjarnar 2 2 2 2 2
Skjástýring Adreno 225 Adreno 225 Adreno 225 Adreno 225 Adreno 225
Geymslurými 16 GB 16 GB 16 GB 32 GB 8 GB
Minniskort Nei Nei Nei
Þyngd 135 gr 130 gr 139 gr 185 gr 160 gr
Skjástærð 4.8″ 4.3″ 4.5″ 4.5″ 4.3″
Upplausn 1280 x 720 1280 x 720 1280 x 768 1280 x 768 800 x 480
PPI 306 342 334 332 217
Tegund Super Amoled S-LCD2 Amoled IPS TFT Amoled
Myndavél 8 MP 8 MP 8.7 MP 8.7 MP 8.7 MP
Auka myndavél 1.2 MP 2.1 MP 1.3 MP – f/2.4 1.3 MP – f/2.4 VGA – f/2.4
Flass Led Led Dual-Led Dual-Led Dual-Led
Tæki Samsung Ativ S HTC 8X Lumia 925 Lumia 920 Lumia 820
Tengimöguleikar
2G Quad-Band Quad-Band Quad-Band Quad-Band Quad-Band
3G
4G (á ísl) Nei Nei
WiFi
GPS
3.5 hljótengi
NFC

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira