HTC er að koma með nýjan Windows Phone síma sem mun heita HTC 8XT sem verður gaman að skoða. Þó svo að ég hafi verið að vonast eftir HTC One með Windows Phone stýrikerfi þá er það víst ekki svo, ekki strax allavega.

HTC 8XT er reyndar með HTC BoomSound eins og HTC One, ekki það sem ég vonaðist eftir en allavega byrjun. Hvernig sem því líður þá er þetta fallegt símtæki sem er í alla staði eins og HTC 8X fyrir utan BoomSound.

Hann er því með Dual-Core Snapdragon (400) örgjörva sem er tilbúinn fyrir 4G. Með 1GB af vinnsluminni ásamt 8GB geymsluplássi og rauf fyrir microSD kort. HTC 8XT er með 4.3″ skjá sem styður 1280 x 720 upplausn og er með sama 1800 mAh rafhlöðunni.

Heimild
HTC
NewWin
Slashgear (myndir héðan)

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir