Heim MicrosoftWindows Mobile Windows Phone að seljast vel

Windows Phone að seljast vel

eftir Jón Ólafsson

Á sama tíma og fréttir af kaupum Microsoft á Nokia eru á allra vörum og yfirlýsingar margra um tímabæran dauða Nokia (og MS) yfirgnæfa allt og alla þá eru að berast fréttir af aukinni sölu og útbreiðslu á Windows Phone símtækjum sem og á Windows 8 stýrikerfi Microsoft. Ég trúi því að markaðurinn/notendur þurfi að hafa þrjá góða valkosti til að velja úr og ber því þessari aukningu að fagna

 

Samkvæmt Kantar þá velja flestir Windows Phone sem eru að uppfæra í snjallsíma úr hefðbundnum fjarsíma

“Windows Phone’s success has been in convincing first time smartphone buyers to choose one of its devices with 42% of sales over the past year coming from existing featurephone owners. This is a much higher proportion than Android and iOS. The Lumia 520 is hitting a sweet spot, offering the price and quality that new smartphone buyers are looking for.

 

Tónar ágætlega við skoðum margra sem segja að lærdómsþröskullinn sé minnstur í Windows Phone og kerfið sé notendavænt …

Ég trúi því að raddir um að WP sé andvana platform í dauðaslitrum fari minnkandi þar sem kerfið hefur verið að vaxa rólega en jafn og þétt síðan það kom á markað. Held að enginn reikni með Android/iOS sölutölum en vöxturinn er samt áhugaverður.

Evrópa : Hlutur WP hefur farið úr 4.9% í 8.2% á einu ári
t.d. Bretland úr 4.2% og í 9.2% og Frakkland úr 3.6% og í 11%
Mexíco : Hlutur WP hefur farið úr 2% í 12.5%

Greinilegt að Windows Phone er alls ekki að ógna iPhone eða Android tækjum næstu árin en stýrikerfið er á ágætri siglingu og virðist vera að tryggja sig vel í sessi sem þriðju valkostur snjallsímanotenda.

 

Heimild

Kantar

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira