Heim MicrosoftWindows Mobile Amber uppfærsla (GDR2)

Amber uppfærsla (GDR2)

eftir Jón Ólafsson

Ég hef áður fjallað um Amber uppfærslu (GDR2) sem er væntanleg fyrir Windows Phone á næstunni. Ég er búinn að vera með Nokia Lumia 925 síðustu daga og hann kemur með þessari uppfærslu og langar mig því að taka á nokkrum nýjungum sem eru í uppfærslunni.

 

Mæli með umfjöllun um Nokia Lumia 925 hér á Lappari.com

 

Data Sense

Data Sense

Með þessu appi er einfalt að fylgjast með því gagnamagni sem síminn er að nota, bæði 3/4G sem og yfir þráðlaust net (Wi-Fi). Það er hægt að setja hámark yfir viss tímabil t.d. frá fyrsta hvers mánaðar og þá lokast á 3/4G trafík þegar hámarki er náð.

 

Display

Display

Skjástillingar breytast töluvert en núna er hægt að nota mismunandi stillingar til þess að hafa skjáinn lesilegri í sólarljósi ásamt því að stilla hvernig hann hegðar sér þegar rafhlaðan minnkar. Það er einnig hægt að sérstilla litina í skjánum þannig að hann henti hverjum notenda sem best.

Glance er nýjunt í Nokia Lumia 925 en á honum sést klukkan alltaf á skjánum þegar síminn er læstur. Ég hélt að þetta mundi eyða mikilli rafhlöðu en svo er ekki þar sem síminn er með Amoled skjá og það er hægt að nota bara þá pixla sem þarf fyrir klukkuna og ekkert annað. Nokia bíður uppá stillingar fyrir Glance þar sem hægt er að slökkva á honum, hafa alltaf á eða stilla tímastillingar. Þá er hægt að slökkva á þessu t.d. milli miðnættis og morguns ef þetta truflar á náttborðinu

 

Storage Check

Storage Check

Storage Check er gott til að fylgjast með hvað þú ert að nota fyrir þau gögn sem á símanum eru ásamt því að notandi fær flýtileið til að hreinsa temp skrár sem eiga til að safnast fyrir.

 

Annað

Myndavél fær frekari ISO stillingar en núna er hægt að handvelja ISO 100-200-400-800-1600-3200

White Balance stillingar lagaðar

Smart Cam er frábær viðbótar hugbúnaður en þegar smellt er af með honum þá tekur myndavélin röð mynda sem hugbúnaðurinn síðan raðar saman en það er hægt að búa til hreyfimyndir eða jafnvel eyða út af myndum.

 

Smart Cam er einnig með motion focus sem er hægt að sjá hér

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira