Heim ÝmislegtFréttir Uppfært: Microsoft kaupir Nokia

Uppfært: Microsoft kaupir Nokia

eftir Jón Ólafsson

Það eru tvær uppfærslur hér að neðan.

Þetta er búið að liggja í loftinu nokkuð lengi en Microsoft var að kaupa Mobile deild Nokia fyrir $7.2 milljarða en verðið virðist skiptast sem $4.99 milljarðar fyrir framleiðsluna og vörumerkið og síðan $2.18 milljarða fyrir sérleyfin.

Nokia tilkynnti 2011 að þeir myndu eingöngu nota Windows Phone stýrikerfi á Lumia línuna sína og áframhald þess vera tryggt með þessu. Er mjög líklegt að þetta leiði til þess að Microsoft fari að framleiða Surface sími og þá spurning hvort það verði samhliða Lumia eða hvort þeir skipti því út. Það eru margir búnir að spá þessu svo sem en Nokia er sá framleiðandi sem hefur gengið hvað best að framleiða og selja Windows Phone síma.

Það eru ýmiss smá atriði í þessum samningi sem mun skýrast þegar á líður og þar á með sérleyfasaminga Nokia og hvernig Microsoft mun nota það.

Hér sameiginleg fréttatilkynning frá Microsoft og Nokia

 

Þetta þýðir meðal annars að Stephen Elop forstjóri Nokia er á leið “heim” í Microsoft en hann kom þaðan áður en hann tók við Nokia. Margir vilja meina að hann komi sterklega til greina sem næsti eftirmaður Steve Ballmer þegar hann hættir sem forstjóri Microsoft á næsta ári.

 

Uppfærsla
Það munu ekki koma nýjir Nokia símar…. aldrei aftur
Þetta eru sannarlega tíðindi dagsins þar sem Nokia er eitt þekktasta farsíma “brandið” og lögðu sitt að mörgum til þess að farsímavæða heiminn með mörgum frábærum símtækjum. Þarf ekki að líta lengra en til Nokia 5110 til að fá smá nostralgíu.
Microsoft eignaðist Lumia og Asha nafnið og munu nýjir símar koma til með að heita Microsoft Lumia / Asha eða mögulega mun Microsoft bæta þeim við Surface línuna hjá sér.

Uppfærsla 2
Microsoft má samt nota Nokia nafnið í 10 ár samkvæmt upplýsingum á blaðsíðu 23 í þessu skjali og því er ekkert víst að neitt breytist næstu árin.
Takk fyrir linkinn BI

 

Heimild

Microsoft

Neowin  og tvö

TheVerge og tvö

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira