Heim MicrosoftWindows RT uppfært – Windows RT uppfærslur

uppfært – Windows RT uppfærslur

eftir Jón Ólafsson

Windows 8 RT er spjaldtölvuútgáfa af Windows 8 eins og flestir vita. Microsoft Surface RT vélin sem Lappari.com fjallar um hér er með Windows 8 RT stýrikerfi.
Windows RT fær flotta uppfærslu sem mun heita 8.1 og heldur þannig sömu uppfærslu- og nafnalínu og venjulega Windows´ið.

Það eru spennandi uppfærslur væntanlegar sem gera þessa vél ansi spennandi og þá helst fyrir fyrirtæki eða skólafólk. Helst ber að nefna að við flotta Office svítu kemur Outlook til með að bætast við fljótlega. Þá kemur Office RT til með að innihalda Word, Excel, Powerpoint, One Note og Outlook.

Einnig má eiga von á því að VPN stuðningur verði innbyggður ásamt því að dýpri MDM (Mobile Device Management support) stuðningur verður innbyggðir sem mun gleðja IT deildir mikið.

Heimild: SlashGear

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira