Heim Microsoft Moving from Reactive to the Proactive

Moving from Reactive to the Proactive

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappari.com reynum alltaf að fylgjast með áhugaverðum fyrirlestrum eða námsskeiðum sem bæði við og lesendur okkar gætu haft gaman af. Hér er eitt slíkt en það er námsskeið á vegum Promennt og Nýherja sem ber yfirskriftina: “Moving from Reactive to the Proactive”

 

Þetta er námskeið í Windows Security sem verður í lok febrúar er hefur allt með sér til að verða nokkuð magnað fyrir áhugasama og þá sem í faginu starfa.

 

Einn besti fyrirlesari og kennari í öryggismálum í Windows, Sami Laiho er að koma til landsins á vegum Nýherja og Promennt í lok febrúar. Þetta er í þriðja skipti sem Sami kemur til Íslands til að efla þekkingu sérfræðinga landins í öryggismálum.

 

Sami Laiho hefur undanfarin ár verið einn fremsti fyrirlesarinn á Microsoft tækniráðstefnum um heim allann. Hann hefur meðal annars verið valinn besti fyrirlesarinn á TechEd ráðstenfum Microsoft.  Jafnframt var hann valinn næst bestur af 1000 fyrirlestrum á Microsoft Ignite, sem nýjasta tækniráðstefna Microsoft.

 

Sami Laiho er búinn að vera lengi i faginu og rekur núna eigið ráðgjafafyrirtæki í Finnlandi sem sérhæfir sig í öryggi og einföldun í rekstri Microsoft innviða. Hann hefur einnig verið hluti af Windows þróunarteyminu undanfarinn ár og þekkir það betur en flestir.

 

Nánari upplýsingar og skráning: http://bit.ly/24dWDXg

http://samilaiho.com/

https://mvp.microsoft.com/en-us/PublicProfile/4030624

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira