Eins og hefur komið fram í nokkrum fréttum frá okkur í dag þá var Microsoft með kynningu í dag þar sem þeir voru að kynna nýjustu vörurnar sínar.

Microsoft er nú að koma með útgáfu 2 af fitness úrinu sínu sem þeir kalla Microsoft Band 2. Þetta er fitness úr sem hefur smá smart möguleika á borð tilkynningar úr síma, en hugbúnaðurinn sem þetta tengist er einmitt fáanlegur fyrir iOS, android og Windows Phone. Microsoft hlustaði greinilega á notendur sína og gagnrýnendur þar sem þeir hafa lagað hönnun, sem var helsti galli fyrstu útgáfunar af úrinu.

Hérna er kynningarmyndband um nýja úrið.

Microsoft segist hafa bætt alla þá nema sem eru í úrinu og unnið að bætingu á hugbúnaði og viðbótum. Núna segjast þeir geta t.d. mælt VO2 (súrefnismagn sem líkaminn þinn getur unnið úr) og muninn á æfingargolfsveiflu og raungolfsveiflu. Þá hafa Microsoft bætt hressilega við sig af samstarfsaðilum og má nefna viðbætur frá Uber, Golds Gym, Facebook og Lose it sem dæmi.

Verðið á þessari græju er $249 og hægt að fá í 3 stærðum, small, medium og large.

 

Hérna eru svo speccar fyrir Microsoft Band 2:

Band material

 • Thermal plastic elastomer silicone vulcanite (TPSV)

Display size

 • 1.26 x 0.50 in (32 x 12.8 mm)

Display type

 • AMOLED

Resolution

 • 320 x 128 pixels

Battery life

 • 48 hours of normal use; advanced functionality like GPS use will impact

Average charge time

 • Full charge in less than 1.5 hours

Battery type

 • Li-Polymer

Operating temperature

 • ranges 14° to 104°F (-10° to 40°C)

Maximum operating altitude

 • -300m to +4877m

Sensors

 • Optical heart rate sensor
 • 3-axis accelerometer/gyro
 • Gyrometer
 • GPS
 • Ambient light sensor
 • Skin temperature sensor
 • UV sensor
 • Capacitive sensor
 • Galvanic skin response
 • Microphone
 • Barometer

Additional technology

 • Haptic vibration motor

Connectivity

 • Bluetooth 4.0 (Low Energy)

Supported mobile devices

 • Windows Phone 8.1 update2 or later, iPhone: 4S, 5, 5C, 5S, 6, 6 Plus, iOS 8.1.2, and Android 4.4 or later phones with Bluetooth

Charge cable connector

 • Custom charge cable

Hérna er svo annað myndband.

Það verður gaman að fá úrið í hendurnar og bera saman við eldri útgáfuna og sjá hvernig þeim tókst upp að betrumbæta.

Hægt er að renna í gegnum alla kynninguna á spilaranum í frétt frá okkur fyrr í dag, en kynningin um Band 2 byrjar í kringum 19. mínútu. Þá er líka hægt að finna aðeins meiri upplýsingar á heimasíðu Band 2.

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir