Við hér á Lappari.com í samstarfi við Emobi.is höfum verið með Facebook leik í gangi hjá okkur síðustu vikur og núna er (löngu) kominn tími á að tilkynna hver sigurvegarinn er.

 

Sú heppna heitir Björg Ósk Bjarnadóttir en hún fór í Emobi.is og sótti Lumia 535 símann sinn rétt í þessu og óskum við henni til lukku með græjuna.

 

 

Til upplýsinga

Leikurinn virkaði þannig að lesendur þurftu að merkja í Facebook færslu þann sem þeir hringja mest í til að komast í pottinn. Við notuðum síðan hugbúnað frá WooBox til að velja að handahófi fyrir okkur einstakling sem vinnur símann. Reyndar fengum við þáttakendur á tvær Facebook færslur, á Lappari.com, í tölvupósti ásamt því að það var skrifað á vegginn hjá Emobi.is. Vegna þessa var valið af handahófi einn sigurvegari úr hverjum af “þessum flokkum”, þeim gefið númer og síðan notuðum við random.org til að velja sigurvegarann eins og við gerðum þegar við gáfum tölvuna.

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir