Heim Ýmislegt Vinningshafinn í leiknum okkar

Vinningshafinn í leiknum okkar

eftir Ritstjórn

Fyrir skemmstu settum við á stað lítinn leik þar við vildum gefa einhverjum lesenda okkar glæsilega borðtölvu. Við óskuðum eftir tilnefningum frá lesendum okkar um hver ætti þessu tölvu helst skilið að þeirra mati og voru viðbrögðin vonum framar. Alls höfðu borist okkur 119 tilnefningar þegar leiknum lauk, í gegnum tvær færslur á Facebook ásamt einkaskilaboðum þar, í gegnum tölvupóst og við upphaflegu færsluna hér á Lappari.com.

Málefnin voru æði mörg og misjöfn eftir því og var umræða um hvort við mundum handvelja málefni eða hvort við ættum að halda upphaflegri áætlun um að velja algerlega af handahófi. Að lokum var ákeðið að setja nöfn þáttakenda í Excel skjal og gefa hverjum númer frá einum og uppí 119 og síðan var notuðum við random.org til að velja tölu fyrir okkur.

 

randomORG

 

Eins og sjá má á þessari skemmtilegu skjámynd þá var hinn heppni Þórður Vilhelm Steindórsson og óskum við honum og fjölskyldu hans til lukku með þetta. Við vitum að þessi tölva kemur sér að mjög góðum notum fyrir fjölskylduna og tímasetningin var mjög góð.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira