Flestir meðlima hér á Lappari.com eru nettir tölfræðinördar og þykir því oft æði gaman að sökva sér í þess háttar pælingar eða einfaldlega njóta annara snillinga sem setja tölfræðina fram á skemmtilegan hátt. Við ákváðum því að deila með ykkur ansi skemmtilegum fyrirlestri sem Ragnar Már Magnússon sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Advania hélt á jólafundi þann 12. desember en hér fjallar hann um jólin í tölum.

Hann fjallar til dæmis um hvað við borðum um hátíðarnar og hvernig hátíðarmaturinn tengist stjórnmálaskoðunum. Hann fjallar um líkurnar á hvítum jólum og sýnir ferðalag jólasveinsins um heim allan með myndrænum hætti. Hann lýkur síðan erindinu með því að velta fyrir sér hvort og þá hvernig jólasveinninn fer af því að afhenda alla þessa pakka.

 

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir