Heim Föstudagsviðtalið Páll Stefánsson

Páll Stefánsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 60 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Viðmælandi okkar að þessu sinni er Páll Stefánsson ljósmyndari en ég frétti af því að hann noti Nokia Lumia 1020 og Lumia 1520 síma mikið og þurfti því að kynna mér málið aðeins betur. Þess má geta að þessar þrjár myndir sem birtast hér eru teknar með Lumia 1020 og Lumia 1520.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ljósmyndari, ritstjóri Iceland Review, fæddur norður í Öxarfirði, sonur Arnþrúðar Arnórsdóttur kennara og Stefáns Pálssonar fv aðalbankastjóra Búnaðarbankans.

 

Páll Stefánsson - Nokia Lumia 1020

Páll Stefánsson – Nokia Lumia 1020

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Hef starfað á tímaritinu Iceland Review sem ljósmyndari og síðar sem ritstjóri síðan 1982. Auk þess hef ég gert yfir þrjátíu bækur, ekki bara um Ísland. Síðasta bókin, sem kom út fyrir skömmu er ljósmyndabók um fagrar Færeyjar. Frábær staður og menningarlegt fólk, frændir vorir Færeyingar. Hef auk þess gert ljósmyndabækur, nýlega um öll hin norðurlöndin, gefin út af National Geography books í Þýskalandi í samvinnu við Crymogea. Held mest uppá Finnlandsbókina. Síðan bók um Afríku, Áfram Afríka, sem kom út fyrir fjórum árum, líklegast það verk sem ég held mest uppá.
Auk þess hef ég verið að mynda fyrir hin og þessi alþjóðleg fyrirtæki, blöð tímarit og stofnanir, eins og Leica, UNESCO, SÞ, Sony og The Observer Magazine.

 

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Alltaf skemmtilegur.

 

 

Hvernig leggst veturinn í þig og hvaða verkefni eru framundan?

Er með tvær ef ekki þrjár bækur í smíðum, sýningar og verkefni erlendis, og auðvitað að sinna Iceland Review tímaritinu, eins vel og ég get.

 

 

Einhverjar fréttir/viðburðir liðina daga eða vikna sem standa uppúr að þínu mati?

Ebólan, í Vestur Afríku. Held að fólk átti sig ekki á hve þetta er graf alvarlegt. Sama má segja um ástandið í miðausturlöndum. Var í Sýrlandi / Líbanon ekki fyrir svo löngu síðan. Alþjóðasamfélagið verður að koma betur til hjálpar þeim milljónum, sem hafa þurft að flýja hreimili sín og land. Ástandið er ekki vont, heldur hryllilegt.
Heima er það Holuhraun. Kíkt við þrisvar. Þetta er stórt gos, maður finnur þarna svo sterkt hve manskepnan er lítil. Og hve afskekkt þetta gos er, í þessu littla landi okkar.

 

 

Lífsmottó?

Hver er sinnar gæfu smiður.

 

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Skinnastað í Öxarfirði ! Úff, ætli það sé ekki FKA Twigs, Vampire Weekend, Swans, St.Vincent og Aziza Brahim.

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Bæði Windows og OsX.

 

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Hlýtur að vera tölvan í Voyager fyrsta, sem síðan 5 september 1977, hefur ferðast 129.18 AU (1.933×1010 km) lengst allra farartækja, í sögunni. Og er enn á flegi ferð.

 

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 1020 og 1520

 

 

Hvaða myndavél notar þú mest?

Sony RX1R er uppáhldsmyndavélin mín. Nota hana og Sony A7R, lang lang mest.

 

 

Páll Stefánsson - Nokia Lumia 1020

Páll Stefánsson – Nokia Lumia 1020

 

 

Hvaða myndavélasíma notar þú mest?

Tíu tuttugu.

 

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Myndavélin, stýrikerfið, hönnunin.

 

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Ekkert sem pirrar mig…. svo ég muni.

 

 

Í hvað notar þú símann mest?

Hringja og taka við símtölum. Þau öpp sem ég nota mest, eru Nokia Camera Beta, Spotify, HERE Maps (og HERE Drive+), Weather, og Lumia Creative Studio. Svo er Lumia Storytellir er skemmtilegt app.

 

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Mobira Talkman; 5 kíló hið minnsta og kostaði eins og bíll 1985. Notaði NMT kerfið.

 

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Sáttur við tíu tuttugu, en bíð (mjög) spenntur eftir næsta myndavélaflaggskipi frá Nokia.

 

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

DPreview, og MNB.

 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Amen.

 

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira