Heim Microsoft Háskóli Íslands skiptir í Office 365

Háskóli Íslands skiptir í Office 365

eftir Jón Ólafsson

Nú í morgun var kynntur nýr samningur á heimasíðu Háskóla Íslands milli Microsoft og Reiknustofnun Háskóla Íslands sem gerir nemendum og starfsmönnum kleyft að sækja og nota Office 365 pakkann frá Microsoft. Þessi samningur er í gegnum Nýherja sem er einn stæðsti endursöluaðili á Microsoft lausnum á Íslandi.

 

Nemendur HÍ hafa lengi óskað eftir aðgangi að Office-pakka Microsoft. Nú er það orðið að veruleika. Reiknistofnun Háskóla Íslands og Microsoft á Íslandi hafa náð samkomulagi um að notendur HÍ hafi aðgang að nokkrum þjónustum þess síðarnefnda. Þar má geta Word, Excel, PowerPoint, OneNote og OneDrive.

Með samkomulaginu geta nemendur nálgast bæði online og offline útgáfur af þessum forritum og starfsmenn hafa nú aðgang að online útgáfum. Starfsmenn geta eins og áður óskað eftir offline uppsetningu á þessum forritum í gegnum þjónustusamninga sína við RHÍ.

Nú geta nemendur sótt sér þessi forrit og unnið með þau á sínum tölvum bæði í gegnum vafra og sem uppsett forrit í sínum vélum.

OneDrive er skýjarþjónusta Microsoft sem auðveldar notendum að nálgast sín gögn hvar sem er og gerir notendum mjög auðvelt með að deila skjölum eða möppum til annarra notanda. Allt gerist þetta á skýi sem gerir það að verkum að skjölin eru alltaf “up to date” sama í hvaða tæki viðkomandi nálgast þau. Það ber þó að taka skýrt fram að þessi skýjarþjónusta fer öll í gegnum Microsoft og eru því gögn notenda geymd hjá þeim en ekki hjá RHÍ.

 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira