Heim ÝmislegtAndroid Samsung Galaxy S5 kynntur til sögunnar

Samsung Galaxy S5 kynntur til sögunnar

eftir Jón Ólafsson

Samsung kynnti til sögunar nýjasta flagskip sitt sem kemur til með að leysa Galaxy S4 af hólmi. Þessi sími mun heita því frumlega nafni Samsung Galaxy S5 og verður hann líklega kominn í almenna sölu í apríl.

 

Hér má sjá myndband sem TheVerge birti í gær en þarna fengu þeir að handleika gripinn

 

Það virðist ekki vera stórvægilegur munur á Galaxy S4 og S5 því þeir virðast hafa endurbætt S4 lítillega og bætt við kostum eins og fingrafaraskanna og púlsmæli. Galaxy S5 er þykkari og þyngri en S4 en er það líklega vegna þess að hann ryk og vatnsvarin (IP67)  og því líklega mun sterkari en forverar sínir.

 

Hér er kynning sem Samsung birti á vef sínum

http://www.youtube.com/watch?v=oqPtA4hxpK4

 

Helstu kostir.

  • Örgjörvi:  Fjórkjarna 2.5 GHZ  (Krait)
  • Kubbasett: Snapdragon 800
  • Vinnsluminni:  2 GB
  • Geymsluminni:  16/32 GB
  • microSD:  Já  (allt að 128 GB)
  • Skjástærð:  5.1″
  • Skynjarar:  Accelerometer, gyro, proximity, compass, barometer, temperature, humidity, gesture, heart rate

 

Verður áhugavert að prófa þennan þegar hann kemur en Samsung virðist hafa farið þá leið að gera góðann síma enn betri í stað þess að finna upp hjólið að nýju.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira