Heim Föstudagsviðtalið Arnar Arinbjarnarson

Arnar Arinbjarnarson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 36 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi okkar að þessu sinni er Arnar Arinbjarnarson sem mikið fagmenni og sannarlega “Twitter Legend” eins og Trausti sem var hér í síðustu viku. Hann er einn af þeim sem var byrjaður að skrifa á Internetið áður en það varð til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag. Ég er sannfærður um að Arnar hafi verið einn af þeim fyrstu sem ég byrjaði að fylgja á Twitter og ef þú ert ekki að fylgjast með honum þá þarftu að gera það núna. Arnar er í dag orðin ágætis félagi enda frábært að leita til hans ef manni vantar svör við einhverju viðskiptatengdu.

 

 

Hann stofnaði fyrir skemmstu bokun.is sem mér sýnist stefna í að verða stórveldi á íslenskan mælikvarða enda heildarhugbúnaðarlausn fyrir stóra sem smáa aðila í ferðaþjónustugeiranum. Þegar ég las yfir textan hér að néðan sé ég reyndar að hlutirnir eru aðeins að breytast hjá Arnari og verður spennandi að sjá hvað hann er að kokka núna.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Arnar Arinbjarnarson og er stoltur af því að vera frá Norðurfirði í Árneshreppi, sem er fámennasti, fallegasti og mögulega góðmennasti hreppur landsins. Ég sleit þó barnsskónum í uppsveitum Reykjavíkur, þ.e. Árbæjarhverfinu.

 

Við hvað starfar þú?

Ég er fráfarandi framkvæmdastjóri Bókunar en Bókun er án vafa efnilegasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins í dag. Í dag er hins vegar síðasti dagurinn minn í því starfi. Fyrir um 30 mánuðum hóf ég undirbúning að stofnun Bókunar, en fyrirtækið er tveggja ára um þessar mundir. Á leiðinni breyttist margt til betri vegar, enda fékk ég frábært fólk með mér í félagið. Nú er fyrirtækið orðið leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi og þegar farið að vekja athygli erlendis, sem var ekki ætlunin strax og því pössuðum við okkur t.d. á því að hafa heimasíðu Bókunar bara á íslensku! Félagið verður án vafa selt til einhvers erlends risa á næstu árum. Áfram ætla ég að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar með nýju fyrirtæki sem segja má að sé eins konar “Spin-Off” úr Bókun.

Ferðaþjónustan á Íslandi er á fleygiferð en innviðirnir hafa ekki verið tilbúnir undir þennan mikla vöxt. Bókun var ætlað að efla þessa innviði og það gengur vel. Nýja fyrirtækinu, sem enn hefur ekki fengið nafn, er ætlað að efla þessa innviði enn frekar og ég vona að fyrirtækið fái jafn góðan hljómgrunn og Bókun hefur fengið.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Hver dagur er sannkölluð veisla!

 

Lífsmottó?

Ekki vinna á færibandi. Metnaðarlaus rútínuvinna er ekki mitt kaffi.

 

Wham eða Duran Duran?

All in á Duran Duran!

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows 7 og þú fokkar ekki í því! Ég lifi í voninni að Microsoft gefi út stýrikerfi sem byggir á Notepad, sem án vafa er flaggskip fyrirtækisins. Windows 8 er ævintýralega glatað stýrikerfi.

 

Hvað var fyrsti síminn þinn?

Nokia 5110, ég á hann ennþá, en rafhlaðan er eitthvað biluð.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

HTC One X af því að Gummi Jóh sagði mér að kaupa þannig síma fyrir um tveimur árum síðan.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Virkar eins og smurð vél, myndavélin virkar vel ef marka má vinsældir @bestoficeland á Instagram. Síminn er alvöru græja, ekkert Apple sull.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Rafhlöðuendingin mætti vera meiri og hann er orðinn frekar hægur, en það er ekkert að því að vera stundum lengi að hugsa ef niðurstaðan verður rétt, ég þekki það vel.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Símtöl, Netið, Gmail, Calendar, Instagram

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Símann hans Gumma Jóh, hvernig svo sem sá sími er í dag.

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Aðallega Tnooz en svo sér Zite appið um að skila mér öllum helstu fréttum.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Gleymum ekki bjórdeginum á morgun. Það er stórafmæli því þá eru 25 ár liðin frá því að bjór var leyfður hér á landi.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira