Heim ÝmislegtGoogle Google þjónustur klikka eins og aðrar

Google þjónustur klikka eins og aðrar

eftir Jón Ólafsson

Um miðjan dag í dag fóru þó nokkrar af fjölmörgum þjónustum sem Google veitir á hliðina og ollu því að milljónir eða tugir milljóna notenda um allan heim lentu í margvíslegum vandamálum. Þó svo að þetta hafi verið nokkuð vandræðalegt fyrir auglýsingarisann þá er þetta nú ekki eina dæmi um að þessar eða samskonar þjónustur klikka. Það eru ekki margir mánuðir síðan Outlook.com sem er frípóstlausn Microsoft datt út í nokkra tíma ásamt því að flestir aðrir stórir aðilar hafa reglulega lent í margskonar vandræðum.

Gmail datt sem sagt út sem olli því að notendur gátu ekki nálgast tölvupóstinn sinn ásamt því að þjónustur eins og Google Plús sem er samfélagsmiðill auglýsingarisans datt út og ollu því þá að notendur Youtube gátu ekki sett inn athugasemdir við myndbönd. Ég var ekki var við umkvartanir hjá íslenskum notendur fyrir utan að ég frétti af einum ungum dreng sem ætlaði að hringja í ömmu sína með Google Hangout (hversu svöl er þessi amma).

Það er samt stórskemmtilegt að skoða eftirmála svona uppákomu. Á sama tíma og allt klikkaði hjá fyrirtækinu þá var SRE teymi Goggle (Site Reliability Engineering team), þeir sem bera ábyrgð á því að allt virki að byrja í AMA (Ask Me Anything) hjá Reddit. Tímasetningin á þessu AMA gat ekki komið á betri/verri tíma fyrir teymið og var víst mikið um skot og grín en og við er að búast en eins og lesa má þá tækluðu þeir þetta mjög vel.

Annað skondið dæmi er galli í Google leitarvélinni sem mér sýnist að búið sé að laga núna, skondið en maður sem heitir David S. Peck finnst þetta líklega ekki eins skondið og mér. TechCruch greinir frá því að ef goggle.com var opnað, slegið inn “gmail” og smellt á tengil sem sést hér að neðan þá opnaðist stundum tilbúinn, útfylltur tölvupóstur til David. Eina sem þurfti var að vera innskráður sem Google notandi og smella á tengilinn.

Mynd tekinn af TechCrunch

Samkvæmt pistlahöfundi sem hringdi í þennan David þá hefur hann fengið þúsundir tölvupósta í dag og virðist þetta ekki vera að stoppa. David er með Hotmail netfang og byrjuðu vandræðin í gær en hann segist hafa tæmt pósthólfið áður en hann fór að sofa og þegar hann vaknaði voru hvorki fleiri né færri en 1900 nýir tölvupóstar komnir útaf þessum galla hjá Goggle. 

Svo virðist vera sem allar þjónustur auglýsingarisan séu komnar aftur í gang en eins merkilegt (ekki) og það er þá virðist enginn hafa kvartað yfir því að Google Plus datt út. Takið samt eftir að þessari færslu er deilt á nýútbúna Plús síðu Lappari.com en það er önnur saga.

Heimild: TechCrunch

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira