Heim MicrosoftWindows Mobile Sækja uppfærslur fyrir Windows Phone 8

Sækja uppfærslur fyrir Windows Phone 8

eftir Jón Ólafsson

Það er endalaust verið að vinna í uppfærslum fyrir Windows Phone 8 sem sendar eru beint í símann (E. OTA eða Over The Air). Annars vegar eru það uppfærslur fyrir símtækið sjálft (stýrikerfið) og síðan uppfærslur fyrir forrit sem uppsett eru í símtækinu og hér má sjá hvernig þessar uppfærslur eru sóttar

Ég ráðlegg öllum eindregið að gera þetta með símann tengdan við þráðlaust net (WiFi) þar sem niðurhal getur verið umtalsvert. Ef uppfærsla finnst fyrir stýrikerfi þá er ráðlagt að setja hana í gang þegar síminn er í sambandi við hleðslutæki.

 

Uppfæra stýrikerfi

Heimaskjá, strúka til vinstri og finna settings Settings > Phone update

Þar er einfaldlega smellt á “Check for updates” til að leita að uppfærslu og síðan “install update” ef uppfærsla finnst.

 

update WP8update

 

Uppfæra forrit

Heimaskjá, strúka til vinstri og finna store Store og opna. Ef það bíða uppfærslur þá ætti að standa hversu margar við Store icon..

Inni í Store er fara neðst niðri og smella á 3 punkta sem þar eru til að opna frekari mögulega og þar á settings og þar undir ættir þú að finna check for updates. Þá ætti símtækið að leita að uppfærslum fyrir öll forrit sem á símanum eru.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira