Heim MicrosoftWindows 7 Svikahrappar á ferð

Svikahrappar á ferð

eftir Jón Ólafsson

Barst eftirfarandi fréttatilkynning sem mig langar að birta hér.

 

 

 

Svikahrappar senda póst í nafni Microsoft

– Fólki tilkynnt um að það hafi unnið 165 milljónir kr. auk fartölvu

– Lofa grunlausum að fá vinninginn greiddan út gegn því að gefa upp persónuupplýsingar

Microsoft á Íslandi hefur borist fjölmargar tilkynningar um að óprúttnir einstaklingar hafi sent fólki tölvupóst um helgina þar sem því er tilkynnt um að það hafi unnið til verðlauna. Í póstinum, sem er látinn líta út fyrir að vera frá Microsoft í Bretlandi, er viðtakanda sagt að hann hafi unnið til verðlauna í tölvupóstútdrætti. Verðlaunin eru sögð vera 850.000 pund, eða um 165 milljónir króna, auk glænýrrar fartölvu og er beðið um ýmsar persónuupplýsingar til að hægt sé að afhenda verðlaunin. Viðtakandi er hvattur til að segja öðrum ekki frá vinningnum fyrr en hann hefur verið greiddur út.

 

microsoft_svikarar

Ekki er hins vegar um raunverulegan vinning að ræða heldur eru hér svikahrappar á ferð sem villa á sér heimildir. Þeim sem kunna að hafa fengið póst með þessum skilaboðum, eða öðrum álíka, er bent á að svara ekki og að gefa alls ekki upp persónulegar upplýsingar, s.s. tölvupóstfang, heimilisfang eða símanúmer.

Tölvupóstur með þessum skilaboðum kemur ekki frá Microsoft enda stendur fyrirtækið ekki fyrir neinu happdrætti og hefur að jafnaði ekki samband við fólk nema þess hafi verið óskað að fyrra bragði.

Þó að sendendum tölvupóstsins hafi auðnast að láta sem að tölvupósturinn komi frá Microsoft þá gátu starfsmenn fyrirtækisins hér á landi ekki annað en velt fyrir sér afhverju happdrættisvinningurinn sé sagður vera „165 milljónir króna og ein fartölva“. Vinninghafi sem fengi 165 milljónir í sinn hlut gæti auðveldalega keypt sér 1000 fartölvur fyrir þá upphæð – og það án þess að magnafsláttur sé tekinn með í reikninginn.

Nánari upplýsingar veitir Microsoft á Ísland s: 510-6900.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira