Heim Ýmislegt Microsoft týndu frumgerð

Microsoft týndu frumgerð

eftir Jón Ólafsson

Það var frægt fyrir WWDC árið 2010 þegar Apple týndu frumgerð af iPhone 4 eins og sagt er frá hér. Núna hefur starfsmaður Microsoft komið sér í vandræði með því að týna frum gerð af Windows Phone síma.

TheVerge greinir frá því að starfsmaður Microsoft hafi týnt frumgerðinni í strætó og sá sem fann símann seldi hann á Ebay. Sá sem keypti símann tók síðan skjáskot af því sem hann sá að póstaði á Reddit eins og góðum netverja sæmir. Microsoft reyndar fjarlæsti símanum (via EAS) en ekki næginlega snemma af því er virðist.

Fyrir “mistök” þá póstaði hann einnig símanúmerinu sínu og var því einfallt fyrir Microsoft að finna viðkomandi og nálgast símann. Vitanlega fékk hann nýjan síma ásamt einhverjum skaðabótum.

wpleak2

Margt spennandi sem sést á þessum skjáskotum þar eins og t.d. Notification center, betri multitasking stjórnun ásamt öðru. Talið er að þessi Lumia 920 hafi verið að keyra útgáfu (alpha build) af Windows Phone “Blue” sem er væntanlega í lok þessa árs eða byrjun næsta.

 

Heimild og myndir teknar af TheVerge

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira