Microsoft er að vinna að nýrri Windows Phone 8 uppfærslu, en samkvæmt fréttum þá mun þessi uppfærsla meðal annars bæta við stuðning fyrir FM útvarp. Windows Phone 7 tæki eru flest með FM útvarp en Microsoft ákvað að sleppa stuðning við það í síðustu útgáfu af snjallsímakerfinu sínu. Það hefur komið fram að vélbúnaður í flestum Windows Phone 8 styður FM útvarp og verður það mögulega virkt í þessari uppfærslu.

Nokia er einnig að vinna að uppfærslum fyrir Lumia 820 og 920 símana sína sem meðal annars mun virkja tvísmell á skjá til að vekja síman. Aðrar viðbætur sem talað er um er t.d. að ef síminn er settur á hvolf þá hættir hann að hringja (silent) ásamt viðbætum við lita stillingar.

Hér eru nánari upplýsingar um þessa uppfærslu.

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir