Heim MicrosoftWindows ServerExchange Reinstall Exchange – One Server

Reinstall Exchange – One Server

eftir Jón Ólafsson

Margir eru að huga að uppfærslu úr Exchange 2003 (2000) og í Exchange 2007/2010 en vandin er að mörg minni fyrirtæki geta ekki leyft sér þann munað að vera með 2 eða fleiri netþjóna í sinni uppsetningu. Þetta gerir það að verkum að niðurtími við svona uppfærslu getur verið umtalsverður og flækjustigið líka en það þarf samt ekki.

Ég var beðum um að uppfæra úr Server 2003 í Server 2008R2 og Exchange 2007 í 2010 um daginn hjá fyrirtæki sem er bara með einn þjón. Þessi þjónn er 2-3 ára og dugar ágætlega enda x64 compatible vélbúnað og eftir minnisstækunn er þetta nokkuð öflug græja. Þar sem hann er í notkun þá var markmiðið að uppfæra án þess að notendur yrðu þess varir og þannig að niðurtími yrði sem styðstur +-20 mín

Besta er að allir AD notendur, pósthólf, distri listar og allar sérstillingar í Group Policy´um o.s.frv. uppfærast yfir á nýja server sem gerir Admin lífið léttara og það er jú alltaf markmiðið  😛

Server (DC hér eftir)
Fyrst tengdi ég flakkara við þjóninn og tók ég afrit af öllum möppum sem innihéldu gögn yfir á flakkarann og tók screenshot af öllum share´um.

Temp_Server (DC1 hér eftir)
Ég er með Windows 7 x64 á lappanum sem keyrir virtual vélar mjög vel (í virtual PC) enda með nýjan sprækan SSD úr Tölvutek.og fullt af DDR3 vinnsluminni.

Server
Síðan sótti ég Disk2vhd sem er nokkuð sniðugt tól en þetta tekur shadow copy af OS og býr til virtual image sem ég nota síðan í virtal á lappanum. Þegar allt var ready þá slökkti ég á Exchange service´um á servernum til þess að nýr póstur tapaðist ekki og setti ég síðan Disk2vhd í gang og afritaði vhd image yfir á flakkarann en þetta ferli tók ca 10 mín.

Temp_Server
Síðan tengdi ég flakkarann við fartölvuna og bjó til virtual vél sem notaði vhd af flakkaranum.
* Create virtual machine
* Skírði hana temp_server og Next
* Gaf henni 3072MB (3GB) í vinnsluminni og Next
* Valdi Use an existing virtual hard disk og Browse að vhd á flakkara og Create

Server
Núna er best að slökkva á gamla servernum til að losna við allt conflick sem kemur þegar þú hefur kveikt á server og kveikir á sömu vél í virtual… sama vélarnafn, IP o.s.frv.

Temp_Server
Núna er málið að ræsa virtual vélina og það þarf 1-2 restart á henni til þess að hún virki eðalilega. Þú passar uppá að IP sé sú sama og á gamla server og að það kveikni á öllum þjónustum. Prófaðu að sækja og senda póst og öll share áður en lengra er haldið. Þetta virkaði allt hjá mér og var ég því kominn með gamla serverinn í virtual á lappanum og þaðan keyrði ég allt domainið, share og Exchange…   Til þess að geta joinað 2008 R2 server við domain þitt þá þarf að uppfæra Active Directory Schema en það er mjög fljótlegt en í stuttu máli þarf að keyra adprep /forestprep á þjóninum sem er með FSMO role og eru upplýsingar hér um þetta ferli.

Server
Þar sem allt virkar í virtual þá er málið að smella í meira vinnsluminni og rykhreinsa serverinn ef þurfa þykir og sinna almennu viðhaldi á servernum. Þegar það er komið þá setti ég Server 2008 R2 upp á gamla þjóninum og uppfærði hann að fullu. Hann hét áður DC og skýrði ég nyja DC1 og eftir reboot þá  keyrði ég DCPROMO og joinaði Domainið og færði síðan ég RID, PDC og Infrastryucture yfir á DC1 sem partur af því að decomision gamla DC  (AD Users and Computers). Síðan setti eftir reboot keyrði ég inn Pre-Requisites fyrir Exchange 2010 en léttast er að gera það í PowerShell en ég miða við að setja upp Client Acces, Hub Transport og Mailbox role.

Opna Powershell og paste þessu þar inn

Import-Module ServerManager

Add-WindowsFeature NET-Framework,RSAT-ADDS,Web-Server,Web-Basic-Auth,Web-Windows-Auth,Web-Metabase,Web-Net-Ext,Web-Lgcy-Mgmt-Console,WAS-Process-Model,RSAT-Web-Server,Web-ISAPI-Ext,Web-Digest-Auth,Web-Dyn-Compression,NET-HTTP-Activation,RPC-Over-HTTP-Proxy –Restart

Eftir restart þá þarf að configga Net.Tcp Port Sharing til að starta sér sjálfkrafa upp og til að gera það í Powershell notarðu þessa skipun

Set-Service NetTcpPortSharing -StartupType Automatic

 

Síðan eftir þetta seturðu upp Exchange 2010 á DC1 og eftir allar uppfærslur þá ferðu í Exchange Management Console og undir Recipient Configuration finnurðu Mailbox og þar ættirðu að sjá öll Mailboxin sem ERU ENN á DC (gamla virtual) þannig að næsta sem þarf að gerast er að færa database yfir á DC1 en það er gert með því að velja mailboxin sem eru enn á DC og velja New Local Move Request og velja þar DC1 einn sem target database.
Hér eru góðar greinar um Mailbox Move

Þetta getur tekið töluverðan tíma en það besta er að mailboxið er alltaf online gagnvart notandanum á meðan þannig að niðurtími er engin meðan database er fært á DC1. Meðan þetta er í gangi er um að gera að setja upp share á DC1 til þess að notendur hafi aðgang að því sama og áður var og afrita þarf gögnum af flakkara og á server aftur.

Temp_Server
Þegar Move á mailboxum er lokið þá þarf decommission DC og Exchange og er best að google það því högun er alltaf mismunandi og ekki hægt að gera tæmandi færslu um það. Fyrir mig var nóg að eyða public folders á gamla exchange (vorum ekki að nota þá), uninstalla Exchange og síðan keyra DCPROMO til að decommission´a DC frá domain´i

Sem sagt einfallt ferli sem gerir heildarniðurtíma 15-20 mín við format, OS install og Exchange install sem er mjög lítið miðað við að það sé varið að uppfæra allt á sama hardware…

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira