Heim MicrosoftWindows XP Domain aðgangur fyrir Media Center 2005 (MCE2005)

Domain aðgangur fyrir Media Center 2005 (MCE2005)

eftir Jón Ólafsson

Ég set þetta inn en vísa á sama tíma frá mér allri ábyrgð v/mögulegra brota á MS EULU á viðkomandi stýrikerfum.

MCE2005 er eins og WinXP Home með domain login möguleikan óvirkan en þennan möguleika er oft gott að hafa t.d. þegar þú notar login scriptur til að mappa drif o.s.frv. Ég set þetta inn en vísa á sama tíma frá mér allri ábyrgð v/mögulegra brota á MS EULU á viðkomandi stýrikerfum. Ég prófaði þetta á MCE2005 og WinXP Home bara til að prófa en þegar tilraunum var lokið og staðfesting á virkni var komin þá voru viðkomandi breytingar afvirkjaðar… Ég fann þetta með Google þannig að það er ekki ég sem er svona snjall 🙂

Ræsa vélina upp af WinXP diski og velja ‘Recovery Console’
Veldu installið (default: 1) og Enter og ef við á þarf að setja inn Admin Pass
Skrifa cd system32config og ýta á Enter.
Skrifa copy SYSTEM c: og ýta á Enter.
Skrifa exit og ýta á Enter.

Ræsa vélina inn í Windows
Start > Run > Skrifa: regedit og ýta á Enter.
Veldu ‘HKEY_LOCAL_MACHINE’.
File > Load Hive…
Leitaðu að C:SYSTEM
Skrifaðu t.d. gildið ‘TEMP’ og ýttu á OK.
Finndu: HKEY_LOCAL_MACHINE > TEMP > WPA > MedCtrUpg
Breyttu gildi IsLegacyMCE í 1 og ýttu á ok.(1, ekki L)
Veldu TEMP “möppu” (undir HKEY_LOCAL_MACHINE).
File > Unload Hive. Staðfesta með Yes.
Endurræstu vélina.

Ræsa vélina upp af Windows XP uppsetningardiski og velja ‘Recovery Console’
Veldu installið (default: 1) og Enter og Admin Password ef þarf
Skrifaðu copy C:\SYSTEM C:\WINDOWS\SYSTEM32\CONFIG\SYSTEM og ýttu á Enter.(Veldu ‘yes’ til að staðfesta)
Skrifaðu del C:SYSTEM og ýttu á Enter.
Skrifaðu exit og ýttu á Enter.

Endurræstu inn í Windows og núna ættirðu að getað tengst domain. Ég er búinn að staðfesta að þetta virkar og tók ekki nema 3-5 mín 🙂

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira