Jólagjafalisti nördsins

Ég bað nokkur fyrirtæki í tæknibransanum að senda mér lista yfir þær vörur sem þau ætla að leggja áherslu á fyrir komandi jólatíð, allt tillögur frá þeim. Þennan lista sendi ég síðan á 16 tækni- og tækjanerði og bað þá um að gefa þessum vörum einkunn eftir því hversu mikið þeim langar í viðkomandi vöru.

Þetta eru sex flokkar og gáfu nerðirnir einkunn frá 1 til 5 fyrir hverja vöru í hverjum flokki og gat ég þannig tekið saman meðaltal einkunna sem þeir gáfu viðkomandi vörum. Hér eru frekari upplýsinga um “sérfræðingaráðið

Ég sendi á nokkuð mörg fyrirtæki, sum svöruðu ekki meðan önnur svöruðu eftir að skilafrestur rann út og eru því vitanlega ekki með en þetta skekkir niðurstöðuna mögulega og bið ég því lesendur að hafa það í huga. Þessi fyrirtæki eru með þetta árið og berum við þeim berstu þakkir fyrir frábær viðbrögð við fyrirspurninni: Advania, Hátækni, Macland, Nova, Nýherji, Opin Kerfi, Síminn, Tölvutek

 

Fyrst koma þær 5 vörur (topp 5) sem voru með hæstu einkunn og má því segja að það sé sértaklega mælt með þeim af okkur en þar á eftir koma allir flokkarnir, raðað eftir einkunn.

 

1. Surface Pro 2

 

   

  2. Sony 50″ LED Motion 200Hz

   

    

   3. Surface 2

    

     

    4. Windows 8

     

      

     5. AE2W heyrnartól frá BOSE

      

       

       

      Hér að neðan er síðan öll flóran frá þessum fyrirtækjum og er um að gera að renna yfir þetta því hér ætti að vera hægt að fá hugmynd að jólagjöf. Vörur eru með tengla á heimasíðu þess fyrirtækis sem tilnefnt hana á Jóla óskalistann og mun því leggja áherslu á viðkomandi vöru.