Heim LappariTVAftur til fortíðar Aftur til fortíðar – S03E02

Aftur til fortíðar – S03E02

eftir Jón Ólafsson

Í snjallsímahugleiðingu dagsins skoðum við aðeins snilldartæki frá framleiðenda sem hét Palm. Þetta var fyrirtæki sem framleiddi og seldi nokkrar tegundir af skipuleggjurum og þaðan voru mín fyrstu kynni af snjallsíma..

Það er nefnilega ekki langt síðan notendur tengdust internetinu t.d. með doccu við tölvu sem síðan tengdist internetinu með módem. Man enn eftir að hafa gert þetta, síðan hlóð ég niður tölvupóstum og nokkrum vefsíðum sem ég síðan skoðaði þegar ég var á flakki. Seinna notaði ég GPRS en þeir sem það gerðu muna líklega að það var æði hægvirkt og mjög dýrt miðað við það sem við þekkjum í dag.

Núna fáum við svo mikið gagnamagn frá internetveitum að líklega væri hægt að “live-streama” öllum deginum, alla daga mánaðarins og eiga samt afgang í lok mánaðar.

Ég kynntist Palm snjalltækjum fyrst hjá vini mínum og þetta var það sem mig vantaði í háskólann, góður skipuleggjari, hægt að glósa, tölvupóstur, internetið (í vængbrotinni mynd) og leikir. En Palm tæki sem ég man eftir að hafa átt eru t.d.: Palm V, Palm Vx, Palm m515, Palm Tungsten C, Palm T5 og síðan snjallsímana Palm Treo 600 og Palm Treo 650. Sum þessara tækja á ég enn í safninu mínu og ræsi við og við.

Þannig vil ég meina að fyrsti snjallsíminn minn hafi verið Palm Treo 600/650 en í þeim fékk ég allt það góða úr Palm heiminum, skipuleggjara, tölvupóst, netið, qwerty lyklaborð ásamt því að hann var með GSM. Stærsti gallinn var að hann var ekki með WiFi og GPRS data var eins og áður segir mjög dýrt á þessum tíma en fram að þessu hafði ég alltaf verið með tvö tæki, farsíma og síðan skipuleggjara.

Palm Treo 600 auglýsing

Palm Treo 650 auglýsing

Ert þú risaeðla eins og ég sem áttir sambærilegt tæki sem þú notaðir á þessum tíma?

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

2 athugasemdir

Björn Markús Þórsson 08/08/2018 - 08:10 Reply
Jón Ólafsson 08/08/2018 - 09:33

Það þykja mér frábærar fréttir, verður allavega áhugavert að skoða og vonandi prófa hann.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira