Heim ÝmislegtAndroid Nokia 2 kynntur formlega

Nokia 2 kynntur formlega

eftir Magnús Viðar Skúlason

HMD Global hélt blaðamannafund núna í morgun þar sem staðfest var að Nokia 2 er væntanlegur á markað. Um er að ræða fyrsta Nokia-snjallsímann frá HMD sem er með meira en 4000 mAh-rafhlöðu. Að auki kom fram í kynningunni að síminn verði með 1GB vinnsluminni, 8GB í geymsluminni, Snapdragon 212 SoC-örgjörva og 5 tommu skjá. Myndavélin er 8 megapixlar ásamt 5 megapixla selfie-myndavél.

Miðað við hvað rafhlaðan er stór og að vélbúnaðurinn er undir meðallagi í því sem þekkist á markaðnum í dag þá má búast við því að þessi sími muni endast talsvert lengur á milli hleðslna en gengur og gerist. Gæti þessi sími því hentað vel fyrir þá sem vilja stóla á hefðbundna símavirkni eins og tal og SMS en vilja geta gripið í grunnsnjallsímavirkni þegar það á við.

Nokia 2 kemur með Android 7.1.1 og mun einnig vera tilbúinn til að taka við Android 8 þegar það verður gert aðgengilegt á næstu vikum. Það að síminn hafi verið formlega kynntur á blaðamannafundi á Indlandi gefur til kynna að síminn muni fara fyrst í sölu þar en ekki hefur verið staðfest enn hvort þessi sími komi hingað til Evrópu.

Nokia 2 verður fáanlegur í þremur litum; svartur, hvítur og kopar.

Við sama tilefni var einnig staðfest að myndavélaappið frá Nokia muni fá öfluga uppfærslu á næstunni og verða á pari við það sem Lumia-notendur þekktu úr Nokia Lumia 1020 og öðrum samskonar snjallsímum.

Heimild: Nokia

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira