Heim ÝmislegtAndroid Samsung Connect Auto

Samsung Connect Auto

eftir Haraldur Helgi
samsung-connect-auto

Mynd: TheVerge

Í gær hleypti Samsung af stokkunum svokölluðum OBD-II kubb fyrir bíla, kallað Samsung Connect Auto. Kubburinn er ætlaður hinum almenna notanda jafnt sem fyrirtækjum.

Með þessum kubbi getur ökumaður bílsins eða eigandi fylgst með staðsetningu bílsins og um leið séð hvert ástand vélarinnar er. Connect Auto fer beint í OBD-II tengið á bifreiðinni en flestir fjöldaframleiddir bílar frá því á áttunda áratug síðustu aldar hafa þetta tiltekna tengi.

Samhliða þessu kemur snjallforrit með sem hjálpar notanda bifreiðarinnar hvað varðar sparakstur og fleira. Aukinheldur er gerir kubburinn bílinn að heitum reit með LTE/4G tengingu. Segja má að þessi kubbur bjóði uppá allskonar möguleika fyrir fyrirtæki, foreldra og þá sem vilja yfirhöfuð hugsa vel um bílinn sinn.

Undirritaður hefur um nokkurt skeið verið með ódýran “kína-kubb” í sínum bíl og notað hann til að fylgjast með starfsemi vélarinnar og að auki fylgjast með eyðslu. Með tilkomu LTE/4G tengingar og GPS í kubb sem þennan má segja að Samsung komi með talsverðum látum inn á þennan markað, sem í dag er kannski lítill en gæti hinsvegar orðið ansi stór innan fárra ára.

Verizon hefur haft svipaðan kubb á markaði undanfarið en hann býður ekki uppá LTE/4G tengingu.

 

Heimild: TheVerge og hér og þar af Twitter

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira