Heim UmfjöllunUnboxing Afpökkun – Microsoft Lumia 950 XL

Afpökkun – Microsoft Lumia 950 XL

eftir Jón Ólafsson

Afpakkanir á tækjum sem við prófum er orðin fastur liður hjá okkur hér á Lappari.com, eitthvað sem byrjaði sem létt grín en er ómissandi í dag að okkar mati. Vitanlega höldum við þessari venju áfram þar sem nýtt tæki bættist í safnið í gær. #FórnumOkkur

Núna erum við að prófa Microsoft Lumia 950 XL sem við höfum beðið eftir af mikilli eftirvæntingu en hér má sjá kynningu á símtækinu sem við fórum á hjá Opnum Kerfum fyrir skemmstu. Þessi sími var kynntur fyrir aðeins 2 mánuðum síðan og því spennandi að vera kominn með hann þetta snemma í hendurnar. Síminn hefur verið seldur í forsölu hérlendis en kom í almenna sölu í gær, skilst okkur þó að mest öll fyrsta sendingin hafi verið forseld og því greinilegt að mikill eftirspurn eftir honum.

 

 

Vinir okkur í Hjálmum sjá um tónlistina og hér með lagi sínu: Leiðin okkar allra

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira