Heim ÝmislegtRitstjóri Uppfært – STEF – Samningur við fjarskiptafyrirtæki um framkvæmd og túlkun lögbanns

Uppfært – STEF – Samningur við fjarskiptafyrirtæki um framkvæmd og túlkun lögbanns

eftir Jón Ólafsson

Uppfært: 16.09.2015 – klukkan 14:30 – Svar frá STEF

ATH..  fréttin á vísir hefur af einhverjum ástæðum breyst töluvert eftir birtingu.

 

Okkur var bent á grein á visir.is í morgun þar sem sagt er frá því að STEF hafi náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um framkvæmd og túlkun lögbanns sem sett var á fyrir um ári síðan og fjallað er um hér.

Ef grein sem fjallar um samkomulag milli einkafyrirtækja og STEF með ritskoðun að leiðarljósi er ekki til þess fallið að fá nördana til að skella upp álhattinum og senda okkur ábendingar og viðeigandi reiðilestur þá er það ekki til 🙂

 

Við sendum fyrirspurn á Vodafone, Símann og STEF þar sem við óskuðum eftir útskýringum á þessu. Ekkert svar hefur borist þegar þessi grein er birt en munum við uppfæra greinina þegar/ef þau berast.
Ég held að stóra málið sé að Vísir eða STEF virðist ekki takast að koma skila hvað þetta samkomulag þýðir en gott dæmi er þetta:

“náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu.”

Þarna er orðalagið frjálslegt og skrifað “lokað verður á síður” og því auðvelt að túlka sem STEF eigi við allar torrent síður

 

Einnig segir Guðrún í viðtali við Vísir:

„Það sem hefur tekist að gera eftir að málið vannst í Hæstarétti, þar sem var staðfest að það skyldi lagt lögbann á lokun þessara síðna, að nú erum við búin að gera þetta samkomulag við fjarskiptafyrirtæki um það hvernig beri að framfylgja þessu. Hvernig við ætlum að túlka og framfylgja lögbanninu,“ segir Guðrún.

Áfram heldur Guðrún

„Er það ekki markmið allra að útrýma öllum glæpum úr þjóðfélaginu? Ég held að við lítum alveg raunsætt á stöðuna. Allir sem starfa í þessum bransa gera sér grein fyrir að okkur mun aldrei takast að loka öllum þessum síðum um ókomna tíð. En við getum gert það aðeins erfiðara,“

 

Eftir því sem við best sjáum þá hefur ekkert breyst frá því að Hæstiréttur setti lögbannið fyrir rétt um ári síðan. Það eina er að núna virðist túlkun á lokun/lögbanni miðast við gagnagrunnin/gögn frekar en lénið sjálft sem er í takti við orðalag lögbanns.

 

Til útskýringa:

  • Ef Torrent síða “torrent1.is” er lokað með lögbanni en opnuð aftur undir “torrent2.is” þá verður henni lokað… ss ef það er sami gagnagrunnur og gögn
  • Ef einhver opnað nýja torrentsíðu á t.d. torrent3.is þá gera fyrirtækin ekkert án lögbanns.

 

Niðurstaða.
STEF getur ekki sent lénslóð til símafyrirtækja og ætlast til þess að henni sé lokað án lögbanns enda mundi það aldrei ganga.

Ég held að þvermóðska útgefenda (STEF/SMÁÍS) á Íslandi hafi því miður alið af sér heila kynnslóð neytenda sem hefur alist upp við að borga ekki fyrir afþreyingu…… vegna þess að hún er ekki aðgengileg á þægilegan máta sem hentar neytendum.

 

 

————

 

Spurningar frá Lappari.com

Sæl Guðrún

Vegna greinar sem ég er að vinna fyrir www.lappari.com

Getur þú gefið mér upplýsingar um þetta samkomulag sem vitnað er til hér og svarað nokkrum spurning því tengdu?
http://www.visir.is/loka-a-vefsidurnar–ohad-hysingu-theirra/article/2015150919188

Getur þú útskýrt fyrir mér

  1. Hvaða þjónustuveitur eru aðilar að þessu samkomulagi?
  2. Hvaða aðferð munu símafyrirtæki nota til þess að loka þessum lénum?
    1. Sama og notuð var eftir lögbann hæstaréttar?
  3. Getur þú sent mér afrit af þessu samkomulagi og þá verklagsreglum sem símafyrirtækin fylgja?
  4. Hvaða vefsíðum munu fyrirtækin loka ?
  5. Hvaða skilyrði þarf vefsíða að uppfylla til þess að vefsíðunni verði lokað?

Til staðfestingar… er rétt skilið að STEF þurfi ekki lengur lögbann frá Hæstarétti til þess að þjónustuveitur loki lénum að beiðni STEF?

 

Svar frá STEF

Sæll Jón.

Ég er ekki með heimild annarra rétthafa og fjarskiptafyrirtækjanna til að birta opinberlega samkomlagið, en hins vegar ætti ég að geta svarað einhverjum af spurningum þínum.

Fjarskipafyrirtækin sem eru aðilar að þessu eru Vodafone, Siminn, 365, Nova og Hringdu. Minni fjarskiptafyrirtækjum verður boðið að gerast aðilar að samkomulaginu einnig.
Fjarskiptafyrirtækin ráða sjálf hvaða aðferðir þau nota við lokanirnar.

Samkomulagið tekur einungis til þeirra vefsvæða sem þegar hafa verið dæmd ólögleg. Pirate Bay og Deildu og því ekki um það að ræða að fyrirtækin fari að loka öðrum svæðum skv. þessu samkomulagi.

Hins vegar má ekki gleyma því að burtséð frá samkomulaginu lítum við svo á að með dómi Hæstaréttar sé komið skýrt fordæmi sem fyrirtækjum í landinu ber að líta til í framtíðinni, a.m.k. hvað varðar vefsíður sem byggðar eru upp á sama hátt og þau vefsvæði sem dæmd voru ólögleg af Hæstarétti. Önnur vefsvæði en þau sem dómurinn fjallar sérstaklega um og sem bersýnilega hafa það að markmiði sínu að dreifa höfundaréttarvörðu efni án heimildar, hefur að okkar mati brotið lög og ber þá að loka slíkri vefsíðu. Um þetta atriði er þó ekki fjallað í samkomulaginu.

Guðrún Björk Bjarnadóttir

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira