Heim Ýmislegt Bann á torrentsíðum

Bann á torrentsíðum

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Í dag var kveðinn upp úrskurður í máli STEF gegn Vodafone og Hringdu er varðar aðgengi viðskiptavina þeirra að peer-to-peer síðunum deildu.net, deildu.com, thepiratebay.se, thepiratebay.sx og thepiratebay.org. Það er því orðið þannig að þessi tvö farskiptafyrirtæki eiga ekki að gefa sínum viðskiptavinum aðgengi að þessum tilteknu síðum. Það er ekki okkar hérna hjá Lappara að segja til um hvort þetta sé rétt eða rangt en netheimar eru að mestu í uppnámi eftir dóminn. Mikið er um að fólk sé nú orðið hrætt við fordæmið sem sé verið að setja hérna og í framtíðinni muni þetta gera aðilum auðvelt að láta banna t.d. youtube.com fyrir að vera með efni sem brýtur höfundarréttarlög.

Spurningin er kannski frekar sú hvort ekki sé verið að ráðast á vandann á röngum enda. Þó svo að hér sé verið að banna þessar síður hjá Vodafone og Hringdu þá er ekki búið að fá þetta bann í gegn hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum, bætum svo ofaná þá staðreynd að þessar síður poppa upp undir öðrum nöfnum eða fólk fer að nota aðrar síður sem bjóða uppá sömu þjónustu. Haft er eftir Guðrúnu Björk Bjarnardóttur að sambærilegar aðgerðir erlendis hafi leitt til þess að aðsókn á svona síður hafi dregist verulega saman vegna þess að reynist erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn sé meiri.
Er STEF semsagt að leita eftir auknum brotavilja hjá almenningi? Er það ekki röng nálgun á þessu máli?

Það var gerð athugun á þessum málum í Noregi sem sýndu að frá árinu 2008 til 2012 magn “pirated copies” lækkaði gífurlega. Tónlist fór t.d. úr 1.2 milljarði sóttra skráa niður í rúmlega 200 milljónir á þessum 4 árum, eða um rúmlega 82% lækkun, á meðan var um 50% minna sótt af bíómyndum og sjónvarpsþáttum.

 

Mynd af digitaltrends.com

Mynd af digitaltrends.com

 

Einhverjir hafa bent á að í Noregi hafi verið sýndar auglýsingar gegn “online piracy” og telja að það sé líka drifkraftur á bakvið þessar lækkandi tölur, en hafa ber í huga að þessar auglýsingar voru í gangi frá 1999 til 2008 á meðan “online piracy” var á mikilli uppleið. Það sem gerist í kringum 2008 er að löglegar mynd- og tónlistarveitur, á borð við Spotify, Pandora, Netflix og Hulu, standa neytendum til boða og verða vinsælar.

Staðreyndin er sú að með aukinni tækni leitar fólk eftir því að geta horft á efnið heima í stofu þegar það vill með sem minnstri fyrirhöfn. DVD diskar geta skemmst og týnast oft þegar verið er að flytja eða jafnvel lána öðrum. Hinn venjulegi notandi kann ekki á auðveldan hátt að koma nýja tónlistardisknum sínum á MP3 spilarann sinn til að geta hlustað á tónlistina annarsstaðar en heima eða í bílnum..

Afhverju er ekki hægt að semja við Netflix, Hulu og álika myndveitur?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira