Heim ÝmislegtAndroid Nokia mun snúa aftur á símamarkaðinn 2016

Nokia mun snúa aftur á símamarkaðinn 2016

eftir Magnús Viðar Skúlason

Svo virðist sem að það sé nokkuð öruggt að Nokia muni snúa aftur á farsímamarkaðinn á næsta ári.

Kenningar hafa verið á reiki með að Nokia-símtæki muni líta dagsins ljós eftir að samkomulag sem Nokia og Microsoft gerðu í tengslum við kaup Microsoft á farsímahluta Nokia að þá mátti Nokia ekki fara í símaframleiðslu fyrr en eftir 31/12/2015.

Eftir að Nokia kom nokkuð óvænt með Nokia N1-spjaldtölvuna á markað í byrjun þessa árs þá fóru margir að gæla við þá hugmynd að Nokia gæti allt eins komið með nýjan snjallsíma og nú virðist sem að það sé raunin.

Richard Kerris, fyrrum yfirmaður hjá Nokia, lét hafa eftir sér fyrir stuttu að Nokia Technologies, ein af þremur megindeildum Nokia í dag, væri með ýmislegt á teikniborðinu sem ætti eftir að valda straumhvörfum á markaðnum.

Líklegt þykir að ef nýr Nokia-síma muni líta dagsins ljós þá mun sá sími verða framleiddur líkt og Nokia N1-spjaldtölvan, þ.e. Nokia útvistar alfarið framleiðslunni og dreifingunni til þriðja aðila en hönnunin og tæknin á bakvið tækið mun koma frá Nokia. Sterkar líkur eru á því að nýi Nokia-síminn muni verða með Android-stýrikerfi, líkt og Nokia N1-spjaldtölvan.

Hafa verður í huga að Nokia á enn öll einkaleyfin á þeim farsímatengduþáttum sem fyrirtækið fann upp í aðdraganda þess að GSM-kerfið varð til og eru allir helstu símaframleiðendur heims að greiða Nokia fyrir aðgang að þeirri tækni sem fyrirtækið fann upp. Hæg eru því heimatökin fyrir Nokia að nýta sér það besta sem markaðurinn hefur upp á að bjóða.

Engar formlega staðfestingar hafa litið dagsins ljós varðandi hinn væntanlega Nokia-síma en líklegt þykir þó að sögusagnir og fregnir af nýjum Nokia-síma muni muni aukast eftir því sem líða tekur á árið.

Heimild: MyNokiaBlog

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira