Heim MicrosoftWindows Mobile Windows og Strætóappið

Windows og Strætóappið

eftir Jón Ólafsson

Uppfært: Aðferð sem Strætó studdist við þegar ákveðið var að hætta með Windows útgáfu.

 

Við hér á Lappari.com höfum aðeins verið að velta fyrir okkur afhverju það eru svona fá forrit til fyrir Windows símtæki frá íslenskum fyrirtækjum. Það eru líklega mjög margar ástæður fyrir þessu og ein þeirra er vitanlega sú að Windows Phone er þriðja snjallsímakerfið og það er alltaf talað um að það sé erfitt uppdráttar fyrir þriðja kerfið.

Eitt að þessum íslensku öppum sem Windows notendur hafa kvartað yfir að vanti er nýja Strætó.is appið. Strætó uppfærði þetta app fyrir nokkrum mánuðum fyrir iOS og Android en sleppti því að uppfæra Windows appið sem þó var til en það hefur farið illa í Windows Phone notendur.

 

Þó svo að ég noti það ekki sjálfur þá sendi ég eftirfarandi fyrirspurn í gegnum ábendingarkerfið á straeto.is

Fyrirspurnin sem ég sendi var svohljóðandi:

Hæ, Ég er með Windows Phone og þykir leiðinlegt að það sé ekki til forrit frá Strætó fyrir okkur. Ég veit að þið segið að markaðshlutur WIndows Phone er lítill en mig langar að vita hvaðan þið fáið tölur sem styðja við þá fullyrðingu. Bestu kveðjur Jon

 

Ég fékk svar fjórum dögum seinna frá Daða Ing­ólfs­yni sem er yf­ir­maður upp­lýs­inga­tækni­mála hjá Strætó og var svarið ítarlegt og áhugavert en í takti við það sé ég hélt fyrirfram.

Þetta snýst ekki um markaðshlutdeild, heldur raunnotkun. Við fáum þær tölur frá Flurry annars vegar (sem mælir gamla appið) og Google analytics hins vegar (sem mælir nýja appið).

 

 

Daði haldur áfram um tölfræði úr gamla Strætó appinu

Eins og sjá má af skjáskotunum að neðan, þá eru 198 notendur af Windows Mobile appinu (gamla) síðustu viku, og svipað margir að nota gamla appið á iPhone. Töluvert fleiri nota þó gamla appið á Android.

 

Upplýsingar frá Strætó um notkun á gamla appinu.

Upplýsingar frá Strætó um notkun á gamla appinu.

 

Gamla strætóappið var sem sagt meira notað á iPhone og Android heldur en á Windows Phone enda sannarlega færri notendur þar.

 

Langar þig í fleiri forrit fyrir Windows tæki?

 

Strætó mælir notkun á vefnum sínum og í nýja appinu með Google Analytics og eins og við vitum þá mælir GA Windows símtæki ranglega sem iPhone eða Android símtæki. #sigh

En nýja appið er með um 10.000 notendur á viku annars vegar á iOS og hins vegar á Android (sjá skjámynd neðar). Þetta þýðir að notkun á Windows Mobile er á milli 1 og 2% – en það var um 2,6% þegar við launseruðum nýja appinu.

 

Upplýsingar frá Strætó um notkun á nýja appinu.

Upplýsingar frá Strætó um notkun á nýja appinu.

 

Eins og ég skil þessar upplýsingar frá Strætó þá er mæling á gamla appinu native í appinu sjálfu með Flurry en á þessu nýja með Google Analytics. Strætó komst að þeirri niðurstöðu að styðja ekki við Windows símtæki í nýja appinu vegna þess að raunnotkun Windows sem mælist með Google Analytics er of lítil Flurry var of lítil,  ekki vegna þess að markaðshlutur Windows er minni en Android og iOS heldur.

 

Niðurstaða

Það vita allir að það eru mun færri með Windows símtæki en iPhone eða Android en það má velta fyrir sér hvort þessi niðurstaða Strætó sé samt ekki gölluð en það er mögulega ekki algerlega Strætó að kenna. Þegar Windows Phone 8.1 kom á markaðinn þá breytti Microsoft kerfinu á þann veg að  Windows símtæki auðkenna sig ekki rétt ýmsum mælingakerfum eins og t.d. í Google Analytics og öðrum kerfum en þau koma yfirleitt fram sem iPhone eða Android. Þetta höfum við sannreynt eins og áður segir ásamt mörgum öðrum. Þó svo að ástæður Microsoft fyrir þessum breytingum séu að gera vefupplifun notenda jafngóða og annara þá eru þessar breytingar að vinna á móti notendum að mörgu leiti.

Þó svo að mælingar á gamla appinu hafi verið með Flurry þá eru vefmælingar hjá Strætó mjög líklega með Google Analytics og ef Windows símtæki svo til hverfa af mælingum þá ýtir það líklega við mönnum og styður þá í ákvörðun sinni að framleiða ekki appið.

Það væri samt ánægjulegt ef Strætó og önnur íslensk fyrirtæki sem styðjast við tölfræði úr Google Analytics gæti haft þetta í huga þegar mælingar eru gerðar…. Eins og komið hefur fram þá er best að gera Universal app en þau sem eru smíðuð í dag fyrir Windows 8.1 koma til með að virka í öllum borð-, spjald- og fartölvum ásamt öllum Windows símum með Win 8.1 og Win10.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira